Fótbolti

Tap hjá Aron Elís í fyrsta leik | Eggert í sigurliði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Elís gerði sitt besta til að koma OB inn í leikinn.
Aron Elís gerði sitt besta til að koma OB inn í leikinn. Vísir/Getty

Aron Elís Þrándarson lék sinn fyrsta leik fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni í dag er liðið tapað 2-0 fyrir Bröndby. Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði SønderjyskE sem lagði Hobro af velli 3-1 fyrr í dag.

Aron Elís hóf leikinn á varamannabekk OB en var settur inn á þegar 53 mínútur voru komnar á klukkuna. Tókst honum ekki að koma í veg fyrir tap OB. Hjörtur Hermannsson var ekki í liði Bröndby vegna meiðsla.

Fyrr í dag vann SønderjyskE góðan 3-1 sigur á Hobro og lék Eggert Gunnþór Jónsson 73 mínútur í liði SønderjyskE. 

Þá var leik AGF og Randers frestað vegna veðurs en Jón Daði Þorsteinsson leikur með AGF. Liðið er þó enn í 3. sæti deildarinnar með 36 stig og leik til góða á Bröndby sem er sæti neðar með 35 stig. OB situr svo í 9. sætinu með 27 stig og þar fyrir  neðan er SønderjyskE með 25 stig. 




Tengdar fréttir

VAR tók vítaspyrnu af Viðari Erni

Viðar Örn Kjartansson var að gera sig líklegan til að skora sitt fyrsta mark í Tyrklandi áður en VAR tók færið af honum.

Birkir og félagar töpuðu gegn Juve

Birkir Bjarnason og félagar í Brescia máttu sín lítils eftir að þeir urðu manni færri gegn Juventus í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Juventus vann 2-0 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×