Birkir og félagar töpuðu gegn Juve

Birkir Bjarnason með boltann í leiknum gegn Juventus í dag.
Birkir Bjarnason með boltann í leiknum gegn Juventus í dag. vísir/getty

Birkir Bjarnason og félagar í Brescia máttu sín lítils eftir að þeir urðu manni færri gegn Juventus í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Juventus vann 2-0 sigur.

Juventus var án Cristiano Ronaldo en það kom ekki að sök. Birkir og félagar vörðust ágætlega en eftir að Florian Aye fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 37. mínútu var ekki spurning hvernig færi. Paulo Dybala skoraði úr aukaspyrnunni sem dæmd var við sama tækifæri.

Juan Cuadrado skoraði seinna mark Juventus þegar korter var til leiksloka. Birkir var í liði Brescia fram á 80. mínútu.

Juventus er með 57 stig á toppi deildarinnar en Inter og Lazio mætast í toppslag í kvöld og getur Inter jafnað Juventus að stigum. Brescia er næstneðst með 16 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.