Fótbolti

VAR tók vítaspyrnu af Viðari Erni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi.
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi. Vísir/Getty

Viðar Örn Kjartansson var að gera sig líklegan til að skora sitt fyrsta mark í Tyrklandi áður en VAR tók færið af honum.

Viðar Örn hóf leikinn á varamannabekk Yeni Malatyaspor er liðið heimsótti stórlið Galatasaray í tyrknesku úrvalsdeildinni í dag. Undir lok fyrri hálfleiks kom Adem Büyük heimamönnum yfir og staðan því 1-0 í hálfleik. Viðar sem er enn nokkuð frá sínu besta leikformi kom inn af varamannabekknum í hálfleik og hélt hann hefði fengið gullið tækifæri til að opna markareikning sinn í Tyrklandi þegar liðið var á síðari hálfleik.

Brotið var á Viðari innan vítateigs og fór hann sjálfur á punktinn. Hafði hann stillt knettinum upp á meðan dómari leiksins ráðfærði sig við myndbandsdómara leiksins. Fór það svo að vítaspyrnan var tekin til baka og Yeni endaði á að tapa leiknum 1-0.

Sigurinn fleytir Galatasaray upp í 3. sæti deildarinnar með 42 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Trabzonspor sem á þó leik til góða. Yeni eru hins vegar í 10. sæti með 24 stig, fimm stigum frá fallsæti.


Tengdar fréttir

Viðar Örn: "Skemmtilegast að skora í svona leikjum“

Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að leikur hans í dag sé með þeim stærri á ferlinum en lið hans Yeni Malatyaspor mætir tyrkneska stórveldinu Galatasaray á útivelli í úrvalsdeildinni þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×