Innlent

Eftirför endaði á tré

Samúel Karl Ólason skrifar
Tvær tilkynningar um innbrot í bíla bárust til lögreglunnar í gærkvöldi.
Tvær tilkynningar um innbrot í bíla bárust til lögreglunnar í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar ætluðu sér að stöðva bíl í Breiðholti í gærkvöldi en ökumaður bílsins neitaði að stoppa. Hann ók yfir gatnamót á rauðu ljósi og eftir göngustíg, samkvæmt dagbók ­Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Eftirför þessi endaði þegar bílnum var ekið á tré við íbúðarhús.

Bæði ökumaður bílsins og einn farþegi hlupu á brott og komust undan. Bíllinn var fjarlægður með dráttarbíl og er málið til rannsóknar.

Tvær tilkynningar um innbrot í bíla bárust til lögreglunnar í gærkvöldi. Þá þurftu lögregluþjónar að hafa afskipti af manni á veitingahúsi í miðbænum. Sá hafði fengið afgreiddar veitingar en gat ekki greitt fyrir þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×