Enski boltinn

Klopp var spurður út í starf á Ítalíu en sagðist slakur í tungu­málinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp svaraði spurningum ítalskra blaðamanna.
Klopp svaraði spurningum ítalskra blaðamanna. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það sé ansi ólíklegt að hann mun þjálfa á Ítalíu eftir að ferli hans hjá Liverpool lýkur en sá þýski hefur gert magnaða hluti með Liverpool. Hann segir þó að það gæti komið til greina síðar meir.

Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar og hafa ekki tapað leik á leiktíðinni í enska boltanum en þeir mæta Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þar á Liverpool titil að verja.

Hann var spurður út í það hvort að hann muni þjálfa á Ítalíu eftir ferilinn:

„Ég elska landið ykkar, veðrið og þennan frábæra mat. En til þess að vinna mitt starf þarf ég að kunna tungumálið og ítalskan mín er ekki góð,“ sagði Klopp í samtali við Radio Anch’io Sport.







„Ég þyrfti tíma, kannski ár til þess að læra ítölsku og síðan gæti ég hugsað um það en hver veit. Ég mun koma einn daginn þarna í frí en að þjálfa, hver veit?“

Klopp hrósaði svo ítalska stjóranum Ariggo Sacchi mikið og segir að hann hafi haft mikil áhrif á þjálfaraferil hans. Sacchi þjálfaði meðal annars ítalska landsliðið og AC Milan.

„Mikilvægasti stjórinn sem ég hef lært eitthvað af er Arrigo eftir það sem hann gerði með Milan. Þessir hlutir höfum við komið fyrir í okkar liði og grunnurinn í öllu því sem ég geri, er það sem Ariggo gerði.“

Leikur Atletico Madrid og Liverpool verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending hefst klukkan 18.55.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×