Erlent

Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Benjamín Netanjahú hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ísraels frá árinu 2009. Áður gegndi hann embættinu á árunum 1996 til 1999.
Benjamín Netanjahú hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ísraels frá árinu 2009. Áður gegndi hann embættinu á árunum 1996 til 1999. Getty

Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni.

Kosningarnar sem eru á dagskrá í byrjun næsta mánaðar eru þær þriðju á innan við ári en engin þeirra hefur skilað afgerandi niðurstöðu. Skoðanakannanir nú í aðdraganda kosninga gefa ekki til kynna að nein breyting verði þar á. 

Benny Gantz, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sem hefur staðfastlega neitað að vinna með Netanjahú, hefur látið hafa eftir sér að hann muni vinna að því að bæta sambandið við Demókrataflokk Bandaríkjanna hljóti hann brautargengi í kosningunum.

Netanjahú hefur farið þveröfuga leið í sinni nálgun og lagt aðaláherslu á samband sitt við Donald Trump, Bandaríkjaforseta en Netanjahú hefur verið ásakaður um að vanrækja samband sitt við Demókrata í leiðinni.  

Gantz sagði að afar mikilvægt sé að stuðla að öflugu sambandi við Bandaríkin og í því sambandi skipti ekki máli hvort það verður Repúblikani eða Demókrati sem verður næsti forseti Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Netanjahú formlega ákærður

Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Þetta gerði hann í kjölfar þess að hinn síðarnefndi dró beiðni til um friðhelgi til baka.

Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri

Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.