Erlent

Samþykktu að afglæpavæða fjölkvæni

Hof mormóna í Saltvatnsborg í Utah.
Hof mormóna í Saltvatnsborg í Utah. Vísir/EPA

Öldungadeild ríkisþings Utah í Bandaríkjunum samþykkti frumvarp sem myndi afglæpavæða fjölkvæni á meðal fullorðinna einstaklinga sem veita samþykki sitt í ríkinu. Fjölkvæni tíðkast á meðal mormóna sem eru fjölmennir í Utah en verði frumvarpið að lögum yrði það ekki lengur talið alvarlegur glæpur.

Repúblikanar, sem mynda meirihluta í öldungadeildinni, samþykktu að gera fjölkvæni að minniháttar broti. Samkvæmt frumvarpinu yrði litið á það á sama hátt og umferðarlagabrot, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Frumvarpið fer nú til fulltrúadeildar ríkisþingsins þar sem búist er við því að það mæti meiri mótspyrnu.

Meirihluti íbúa Utah er mormónar og eru höfuðstöðvar kirkju þeirra staðsettar í Saltvatnsborg.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.