Erlent

Upphafsmaður mormónatrúar giftist 14 ára gamalli dóttur vinar síns

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Joseph Smith, upphafsmaður mormónatrúar, sést hér messa yfir indjánum.
Joseph Smith, upphafsmaður mormónatrúar, sést hér messa yfir indjánum. Vísir/Getty
Mormónar hafa nú viðurkennt að upphafsmaður trúar þeirra, Joseph Smith, hafi verið giftur um 40 konum. Ein þeirra var reyndar 14 ára gömul stúlka. Mormónar hafa í nærri því 200 ár haldið því fram að Smith hafi verið einkvænismaður. Reuters greinir frá.

Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, eins og mormónakirkjan heitir formlega, hefur löngum reynt að hylma yfir ýmislegt í sögu sinni, þar á meðal fjölkvæni Smith.

Í ritgerð sem skrifuð var í kirkjunni segir að Smith hafi gifst mörgum konum og hafi leyft öðrum meðlimum safnaðarins að gera slíkt hið sama. Flestar kvennanna hafi verið á milli tvítugs og þrítugs.

Helen Mar Kimball, dóttir góðs vinar Smith, var þó „gefin“ honum nokkrum dögum áður en hún varð 15 ára gömul. 

Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu var stofnuð árið 1830 í Utah í Bandaríkjunum. Kirkjan bannaði fjölkvæni árið 1890 þegar ríkisstjórn Bandaríkjanna hótaði Utah fengi ekki aðild að ríkjasambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×