Metanbóndi segir metanframleiðslu góða nýtingu á lífrænum úrgangi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 21:00 Hægt er að framleiða metan úr lífrænum úrgangi sem fellur til. vísir/vilhelm „Þetta er takmörkuð auðlind og leysir ekki orkuþörf samgönguflotans en það er gott að þetta geti verið valkostur í þessari grein. Rafmagnið er mjög góður kostur fyrir léttari og smærri bíla en það væri gott að geta afsett þessa vöru við nýtingu á úrganginum,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, metanbóndi. Jón hefur framleitt metan á búi sínu í rúm tíu ár og á tímabili nýtti hann aðeins heimagert metan sem eldsneyti á ökutæki. Jón ræddi metanbúskapinn í Reykjavík síðdegis og sagði hann undirbúninginn að framleiðslunni hafa byrjað árið 2008 þegar hann keypti búnað til að geta hafið framleiðsluna. Hann segir auðvelt að nálgast hráefni, enda nýtist ýmiss konar lífrænn úrgangur í framleiðsluna. „Það er hægt að sækja hráefni nokkuð víða, það er hægt að nota í þetta allskonar lífrænan úrgang og haugmykjan hentar vel sem grunnur. Það má líka nota hey og lífrænan úrgang úr þéttbýlinu og frá hreinsistöðvum og annað slíkt.“ Þá segir hann úrganginn sem komi úr framleiðslunni nýtast vel sem áburður á tún. „Þetta er mjög góð leið til að farga lífrænum úrgangi. Nýta þetta sem leið til að sleppa urðun og gera eitthvað gagn úr hráefni sem nýtist ekki.“ Jón segir restina af úrganginum, sem verður eftir þegar metanið hefur myndast úr hráefninu, nýtast vel sem áburð. Eftir sitji næringarrík efni sem henti einstaklega vel sem áburður. Úrgangurinn nýtist betur eftir að búið er að taka metan-gasið úr honum þar sem auðveldara sé fyrir plöntur að taka upp næringarefnin eftir að gasið er farið úr úrganginum,“ segir Jón. Jón segir bæði kosti og galla við að framleiða metan úr lífrænum úrgangi heima fyrir. Erfitt geti verið að standa undir kostnaði, enda sé búnaðurinn dýr og segir hann einnig mikla vinnu liggja að baki framleiðslunni. Metanframleiðsla á sveitabæjum gæti til að mynda verið mikil aukaleg vinnuábót fyrir bændur. „Það er ákveðin stærðarhagkvæmni í svona stöðvum þannig að eflaust er betra að menn tækju sig saman um þetta á einhverju svæði og létu byggja miðlæga stöð. Ég held að það sé kannski meiri framtíð heldur en litlar stöðvar á hverju búi.“ Orkumál Reykjavík síðdegis Umhverfismál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
„Þetta er takmörkuð auðlind og leysir ekki orkuþörf samgönguflotans en það er gott að þetta geti verið valkostur í þessari grein. Rafmagnið er mjög góður kostur fyrir léttari og smærri bíla en það væri gott að geta afsett þessa vöru við nýtingu á úrganginum,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, metanbóndi. Jón hefur framleitt metan á búi sínu í rúm tíu ár og á tímabili nýtti hann aðeins heimagert metan sem eldsneyti á ökutæki. Jón ræddi metanbúskapinn í Reykjavík síðdegis og sagði hann undirbúninginn að framleiðslunni hafa byrjað árið 2008 þegar hann keypti búnað til að geta hafið framleiðsluna. Hann segir auðvelt að nálgast hráefni, enda nýtist ýmiss konar lífrænn úrgangur í framleiðsluna. „Það er hægt að sækja hráefni nokkuð víða, það er hægt að nota í þetta allskonar lífrænan úrgang og haugmykjan hentar vel sem grunnur. Það má líka nota hey og lífrænan úrgang úr þéttbýlinu og frá hreinsistöðvum og annað slíkt.“ Þá segir hann úrganginn sem komi úr framleiðslunni nýtast vel sem áburður á tún. „Þetta er mjög góð leið til að farga lífrænum úrgangi. Nýta þetta sem leið til að sleppa urðun og gera eitthvað gagn úr hráefni sem nýtist ekki.“ Jón segir restina af úrganginum, sem verður eftir þegar metanið hefur myndast úr hráefninu, nýtast vel sem áburð. Eftir sitji næringarrík efni sem henti einstaklega vel sem áburður. Úrgangurinn nýtist betur eftir að búið er að taka metan-gasið úr honum þar sem auðveldara sé fyrir plöntur að taka upp næringarefnin eftir að gasið er farið úr úrganginum,“ segir Jón. Jón segir bæði kosti og galla við að framleiða metan úr lífrænum úrgangi heima fyrir. Erfitt geti verið að standa undir kostnaði, enda sé búnaðurinn dýr og segir hann einnig mikla vinnu liggja að baki framleiðslunni. Metanframleiðsla á sveitabæjum gæti til að mynda verið mikil aukaleg vinnuábót fyrir bændur. „Það er ákveðin stærðarhagkvæmni í svona stöðvum þannig að eflaust er betra að menn tækju sig saman um þetta á einhverju svæði og létu byggja miðlæga stöð. Ég held að það sé kannski meiri framtíð heldur en litlar stöðvar á hverju búi.“
Orkumál Reykjavík síðdegis Umhverfismál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira