Meistaradeildarævintýri Söru með Lyon í beinni á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 15:30 Sara Björk Gunnarsdóttir er þegar búin að vinna titil með Lyon en hún varð franskur bikarmeistari á dögunum. Hér er mynd af henni með bikarinn sem Sara setti inn á Instagram síðuna sína. Mynd/Instagram Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að Meistaradeild Evrópu kvenna frá og með átta liða úrslitunum. Allir sjö leikirnir sem eftir eru verða sýndir beint. Átta lið eru eftir í Meistaradeild Evrópu og líkt og hjá körlunum verður úrslitakeppnin kláruð á rúmri viku. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi á Norður Spáni en spilað verður á heimavöllum spænsku úrvalsdeildarliðanna Athletic Bilbao (San Mamés) og Real Sociedad (Anoeta leikvangurinn). Við Íslendingar eigum mjög flottan fulltrúa í lokaúrslitum Meistaradeildarinnar í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gekk nýverið til liðs við Evrópumeistara Olympique Lyon. Lyon-liðið hefur unnið Meistaradeildina undanfarin fjögur ár. #UWCL quarter-final @OLfeminin outdid @VfLWob_Frauen at this stage last year - will it be a repeat against @FCBfrauen in Bilbao on Saturday? pic.twitter.com/209DX8Pp0r— #UWCL (@UWCL) August 17, 2020 Átta liða úrslitin fara fram föstudaginn 21. ágúst og laugardaginn 22. ágúst. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 25. og 26. ágúst og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í ár fer síðan fram sunnudaginn 30. ágúst næstkomandi. Olympique Lyon mætir þýska liðinu Bayern München í átta liða úrslitunum laugardaginn 22. ágúst og vinni liðið leikinn spila Sara Björk og félagar við Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum miðvikudaginn 26. ágúst. Á hinum vængjum berjast síðan Atlético Madrid, Barcelona, Glasgow City og Wolfsburg um hitt sætið í úrslitaleiknum. The #UWCL quarter-final schedule was confirmed today - and we now have kick-off times The full list https://t.co/GtD8s1nFtk pic.twitter.com/M2QzaFWW2N— #UWCL (@UWCL) June 26, 2020 Olympique Lyon hefur unnið Meistaradeild kvenna undanfarin fjögur ár. Liðið vann Barcelona 4-1 í úrslitaleiknum í fyrra, Wolfsburg 4-1 í framlengingu í úrslitaleiknum 2018, Paris Saint-Germain 7-6 í vítakeppni 2017 og svo Wolfsburg 4-3 í vítakeppni í úrslitaleiknum 2016. Síðasta liðið til að vinna Meistaradeildina á undan Lyon var þýska liðið Frankfurt sem vann úrslitaleikinn árið 2015. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að Meistaradeild Evrópu kvenna frá og með átta liða úrslitunum. Allir sjö leikirnir sem eftir eru verða sýndir beint. Átta lið eru eftir í Meistaradeild Evrópu og líkt og hjá körlunum verður úrslitakeppnin kláruð á rúmri viku. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi á Norður Spáni en spilað verður á heimavöllum spænsku úrvalsdeildarliðanna Athletic Bilbao (San Mamés) og Real Sociedad (Anoeta leikvangurinn). Við Íslendingar eigum mjög flottan fulltrúa í lokaúrslitum Meistaradeildarinnar í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gekk nýverið til liðs við Evrópumeistara Olympique Lyon. Lyon-liðið hefur unnið Meistaradeildina undanfarin fjögur ár. #UWCL quarter-final @OLfeminin outdid @VfLWob_Frauen at this stage last year - will it be a repeat against @FCBfrauen in Bilbao on Saturday? pic.twitter.com/209DX8Pp0r— #UWCL (@UWCL) August 17, 2020 Átta liða úrslitin fara fram föstudaginn 21. ágúst og laugardaginn 22. ágúst. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 25. og 26. ágúst og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í ár fer síðan fram sunnudaginn 30. ágúst næstkomandi. Olympique Lyon mætir þýska liðinu Bayern München í átta liða úrslitunum laugardaginn 22. ágúst og vinni liðið leikinn spila Sara Björk og félagar við Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum miðvikudaginn 26. ágúst. Á hinum vængjum berjast síðan Atlético Madrid, Barcelona, Glasgow City og Wolfsburg um hitt sætið í úrslitaleiknum. The #UWCL quarter-final schedule was confirmed today - and we now have kick-off times The full list https://t.co/GtD8s1nFtk pic.twitter.com/M2QzaFWW2N— #UWCL (@UWCL) June 26, 2020 Olympique Lyon hefur unnið Meistaradeild kvenna undanfarin fjögur ár. Liðið vann Barcelona 4-1 í úrslitaleiknum í fyrra, Wolfsburg 4-1 í framlengingu í úrslitaleiknum 2018, Paris Saint-Germain 7-6 í vítakeppni 2017 og svo Wolfsburg 4-3 í vítakeppni í úrslitaleiknum 2016. Síðasta liðið til að vinna Meistaradeildina á undan Lyon var þýska liðið Frankfurt sem vann úrslitaleikinn árið 2015.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann