Meistaradeildarævintýri Söru með Lyon í beinni á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 15:30 Sara Björk Gunnarsdóttir er þegar búin að vinna titil með Lyon en hún varð franskur bikarmeistari á dögunum. Hér er mynd af henni með bikarinn sem Sara setti inn á Instagram síðuna sína. Mynd/Instagram Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að Meistaradeild Evrópu kvenna frá og með átta liða úrslitunum. Allir sjö leikirnir sem eftir eru verða sýndir beint. Átta lið eru eftir í Meistaradeild Evrópu og líkt og hjá körlunum verður úrslitakeppnin kláruð á rúmri viku. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi á Norður Spáni en spilað verður á heimavöllum spænsku úrvalsdeildarliðanna Athletic Bilbao (San Mamés) og Real Sociedad (Anoeta leikvangurinn). Við Íslendingar eigum mjög flottan fulltrúa í lokaúrslitum Meistaradeildarinnar í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gekk nýverið til liðs við Evrópumeistara Olympique Lyon. Lyon-liðið hefur unnið Meistaradeildina undanfarin fjögur ár. #UWCL quarter-final @OLfeminin outdid @VfLWob_Frauen at this stage last year - will it be a repeat against @FCBfrauen in Bilbao on Saturday? pic.twitter.com/209DX8Pp0r— #UWCL (@UWCL) August 17, 2020 Átta liða úrslitin fara fram föstudaginn 21. ágúst og laugardaginn 22. ágúst. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 25. og 26. ágúst og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í ár fer síðan fram sunnudaginn 30. ágúst næstkomandi. Olympique Lyon mætir þýska liðinu Bayern München í átta liða úrslitunum laugardaginn 22. ágúst og vinni liðið leikinn spila Sara Björk og félagar við Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum miðvikudaginn 26. ágúst. Á hinum vængjum berjast síðan Atlético Madrid, Barcelona, Glasgow City og Wolfsburg um hitt sætið í úrslitaleiknum. The #UWCL quarter-final schedule was confirmed today - and we now have kick-off times The full list https://t.co/GtD8s1nFtk pic.twitter.com/M2QzaFWW2N— #UWCL (@UWCL) June 26, 2020 Olympique Lyon hefur unnið Meistaradeild kvenna undanfarin fjögur ár. Liðið vann Barcelona 4-1 í úrslitaleiknum í fyrra, Wolfsburg 4-1 í framlengingu í úrslitaleiknum 2018, Paris Saint-Germain 7-6 í vítakeppni 2017 og svo Wolfsburg 4-3 í vítakeppni í úrslitaleiknum 2016. Síðasta liðið til að vinna Meistaradeildina á undan Lyon var þýska liðið Frankfurt sem vann úrslitaleikinn árið 2015. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að Meistaradeild Evrópu kvenna frá og með átta liða úrslitunum. Allir sjö leikirnir sem eftir eru verða sýndir beint. Átta lið eru eftir í Meistaradeild Evrópu og líkt og hjá körlunum verður úrslitakeppnin kláruð á rúmri viku. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi á Norður Spáni en spilað verður á heimavöllum spænsku úrvalsdeildarliðanna Athletic Bilbao (San Mamés) og Real Sociedad (Anoeta leikvangurinn). Við Íslendingar eigum mjög flottan fulltrúa í lokaúrslitum Meistaradeildarinnar í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gekk nýverið til liðs við Evrópumeistara Olympique Lyon. Lyon-liðið hefur unnið Meistaradeildina undanfarin fjögur ár. #UWCL quarter-final @OLfeminin outdid @VfLWob_Frauen at this stage last year - will it be a repeat against @FCBfrauen in Bilbao on Saturday? pic.twitter.com/209DX8Pp0r— #UWCL (@UWCL) August 17, 2020 Átta liða úrslitin fara fram föstudaginn 21. ágúst og laugardaginn 22. ágúst. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 25. og 26. ágúst og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í ár fer síðan fram sunnudaginn 30. ágúst næstkomandi. Olympique Lyon mætir þýska liðinu Bayern München í átta liða úrslitunum laugardaginn 22. ágúst og vinni liðið leikinn spila Sara Björk og félagar við Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum miðvikudaginn 26. ágúst. Á hinum vængjum berjast síðan Atlético Madrid, Barcelona, Glasgow City og Wolfsburg um hitt sætið í úrslitaleiknum. The #UWCL quarter-final schedule was confirmed today - and we now have kick-off times The full list https://t.co/GtD8s1nFtk pic.twitter.com/M2QzaFWW2N— #UWCL (@UWCL) June 26, 2020 Olympique Lyon hefur unnið Meistaradeild kvenna undanfarin fjögur ár. Liðið vann Barcelona 4-1 í úrslitaleiknum í fyrra, Wolfsburg 4-1 í framlengingu í úrslitaleiknum 2018, Paris Saint-Germain 7-6 í vítakeppni 2017 og svo Wolfsburg 4-3 í vítakeppni í úrslitaleiknum 2016. Síðasta liðið til að vinna Meistaradeildina á undan Lyon var þýska liðið Frankfurt sem vann úrslitaleikinn árið 2015.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira