KSÍ fækkar í liði sínu og segir upp reynslumiklum starfsmanni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2020 13:26 Gunnar Gylfason á einni af fjölmörgum góðum stundum með leikmönnum karlalandsliðsins í undanfarin ár. Vísir/Bára Dröfn Gunnari Gylfasyni, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands, var sagt upp störfum hjá sambandinu á föstudag. Gunnar hafði starfað hjá sambandinu í tæpa tvo áratugi og fylgt karlalandsliði Íslands eftir hvert fótmál á ferðalögum þess erlendis. Um er að ræða nokkur tíðindi í knattspyrnuhreyfingunni. DV greindi fyrst frá. Framkvæmdastjóri KSÍ segir um skipulagsbreytingu að ræða. Gunnar hefur starfað á knattspyrnusviði og verið meðal annars í aðalhlutverki í kringum skipulag hjá karlalandsliðinu og leiki íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum. Hann var áður fjölmiðlafulltrúi hjá sambandinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir alltaf ömurlegt þegar standa þurfi í uppsögnum. Gunnar eigi langar starfsaldur hjá KSÍ eins og svo margir af starfsmönnum sambandsins. Í skoðun sé hjá sambandinu hvernig starfslokum hans verði háttað. „Við erum að fara yfir það í samstarfi við hann, hvernig við höfum næstu mánuði.“ Aðspurð hvort von sé á frekari uppsögnum innanhúss segir hún ekkert slíkt á dagskrá. Í samtali við DV segir Klara að ekki verði ráðið í starfið að svo stöddu. Verið sé að fækka í liðinu og endurskipuleggja. Gunnar er annar reynslumikill starfsmaður sem hverfur frá KSÍ á innan við ári. Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var sagt upp í fyrra eftir áratugastarf hjá sambandinu. Gunnar vildi ekki ræða uppsögnina að svo stöddu. Íslenski boltinn KSÍ Vistaskipti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Gunnari Gylfasyni, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands, var sagt upp störfum hjá sambandinu á föstudag. Gunnar hafði starfað hjá sambandinu í tæpa tvo áratugi og fylgt karlalandsliði Íslands eftir hvert fótmál á ferðalögum þess erlendis. Um er að ræða nokkur tíðindi í knattspyrnuhreyfingunni. DV greindi fyrst frá. Framkvæmdastjóri KSÍ segir um skipulagsbreytingu að ræða. Gunnar hefur starfað á knattspyrnusviði og verið meðal annars í aðalhlutverki í kringum skipulag hjá karlalandsliðinu og leiki íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum. Hann var áður fjölmiðlafulltrúi hjá sambandinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir alltaf ömurlegt þegar standa þurfi í uppsögnum. Gunnar eigi langar starfsaldur hjá KSÍ eins og svo margir af starfsmönnum sambandsins. Í skoðun sé hjá sambandinu hvernig starfslokum hans verði háttað. „Við erum að fara yfir það í samstarfi við hann, hvernig við höfum næstu mánuði.“ Aðspurð hvort von sé á frekari uppsögnum innanhúss segir hún ekkert slíkt á dagskrá. Í samtali við DV segir Klara að ekki verði ráðið í starfið að svo stöddu. Verið sé að fækka í liðinu og endurskipuleggja. Gunnar er annar reynslumikill starfsmaður sem hverfur frá KSÍ á innan við ári. Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var sagt upp í fyrra eftir áratugastarf hjá sambandinu. Gunnar vildi ekki ræða uppsögnina að svo stöddu.
Íslenski boltinn KSÍ Vistaskipti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira