Lengstu geimdvöl konu lauk í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 12:00 Koch var alsæl þegar hún fann fyrir sólargeislum á eigin skinni í fyrsta skipti í tæpa ellefu mánuði í morgun. Vísir/EPA Bandaríski geimfarinn Christina Koch lauk hátt í árslangri dvöl í geimnum þegar hún og tveir félagar hennar lentu heilu og höldnu á gresjum Kasakstans í morgun. Koch sló met yfir lengstu samfelldu geimdvöl konu og var aðeins tólf dögum frá lengstu geimdvöl Bandaríkjamanns. Alls dvaldi Koch 328 daga, tæplega ellefu mánuði, um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðina. Hún sló fyrra met Peggy Whitson, annars bandarísks geimfara, sem var 289 dagar 28. desember. Scott Kelly á metið fyrir bandaríska geimfara, 340 daga frá 2015 til 2016. Whitson heldur enn metinu sem sú kona sem hefur dvalið lengst allra í geimnum sem hún setti í þremur geimferðum frá 2002 til 2017, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimför Koch hófst 14. mars í fyrra en upphaflega átti dvöl hennar í geimstöðinni að standa yfir í sex mánuði eins og hefðbundið er. Dvölin var framlengd í apríl þegar flækjur komu upp í skipulagningu á geimskotum. Á meðan á dvölinni stóð fór Koch 5.248 hringi um jörðina og ferðaðist 223 milljónir kílómetra. Til samanburðar eru um 286 milljónir kílómetrar að meðaltali á milli jarðarinnar og Mars. Koch lenti í rússneskri Soyuz-geimferju ásamt Luca Parmitano frá Ítölsku geimstofnunni og Aleksandr Skvortsov frá Rússnesku geimstofnuninni í Kasakstan eftir klukkan níu í morgun að íslenskum tíma. Heimamenn í Kasakstan tóku á móti geimferjunni á hestbaki í morgun.Vísir/EPA „Það þyrmir svo yfir mig og ég er svo hamingjusöm núna,“ sagði Koch við fréttamenn þegar hún var komin út úr ferjunni skömmu eftir lendinguna. Hún skráði sig einnig í sögubækurnar í október þegar hún og Jessica Meir, annar bandarískur geimfari, fóru saman í geimgöngu fyrir utan geimstöðina. Það var í fyrsta skipti sem allir geimfarar sem tóku þátt í geimgöngu voru konur. „Fyrir mér snýst þetta allt um heiðurinn sem ég upplifi að feta í fótspor hetjanna minna,“ sagði Koch við fréttamenn í beinni útsendingu frá geimstöðinni í síðustu viku og lagði áherslu á að hún vildi veita nýrri kynslóð geimfara innblástur. Koch er 41 árs gömul, fædd í Michigan árið 1979 og alin upp í Norður-Karólínu. Hún er eðlis- og rafmagnsverkfræðingur að mennt. Koch var engu að síður fjarri því að slá metið yfir lengstu samfelldu geimdvöl allra tíma. Þann heiður á rússneski geimfarinn Valerí Poljakov sem dvaldi í rúmlega 437 daga um borð í rússnesku geimstöðinni Mír frá 1994 til 1995. .@Astro_Christina is back on Earth after 328 days living in space. https://t.co/yuOTrYN8CV pic.twitter.com/SU1Vi1W4XU— Intl. Space Station (@Space_Station) February 6, 2020 Bandaríkin Geimurinn Kasakstan Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Bandaríski geimfarinn Christina Koch lauk hátt í árslangri dvöl í geimnum þegar hún og tveir félagar hennar lentu heilu og höldnu á gresjum Kasakstans í morgun. Koch sló met yfir lengstu samfelldu geimdvöl konu og var aðeins tólf dögum frá lengstu geimdvöl Bandaríkjamanns. Alls dvaldi Koch 328 daga, tæplega ellefu mánuði, um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðina. Hún sló fyrra met Peggy Whitson, annars bandarísks geimfara, sem var 289 dagar 28. desember. Scott Kelly á metið fyrir bandaríska geimfara, 340 daga frá 2015 til 2016. Whitson heldur enn metinu sem sú kona sem hefur dvalið lengst allra í geimnum sem hún setti í þremur geimferðum frá 2002 til 2017, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimför Koch hófst 14. mars í fyrra en upphaflega átti dvöl hennar í geimstöðinni að standa yfir í sex mánuði eins og hefðbundið er. Dvölin var framlengd í apríl þegar flækjur komu upp í skipulagningu á geimskotum. Á meðan á dvölinni stóð fór Koch 5.248 hringi um jörðina og ferðaðist 223 milljónir kílómetra. Til samanburðar eru um 286 milljónir kílómetrar að meðaltali á milli jarðarinnar og Mars. Koch lenti í rússneskri Soyuz-geimferju ásamt Luca Parmitano frá Ítölsku geimstofnunni og Aleksandr Skvortsov frá Rússnesku geimstofnuninni í Kasakstan eftir klukkan níu í morgun að íslenskum tíma. Heimamenn í Kasakstan tóku á móti geimferjunni á hestbaki í morgun.Vísir/EPA „Það þyrmir svo yfir mig og ég er svo hamingjusöm núna,“ sagði Koch við fréttamenn þegar hún var komin út úr ferjunni skömmu eftir lendinguna. Hún skráði sig einnig í sögubækurnar í október þegar hún og Jessica Meir, annar bandarískur geimfari, fóru saman í geimgöngu fyrir utan geimstöðina. Það var í fyrsta skipti sem allir geimfarar sem tóku þátt í geimgöngu voru konur. „Fyrir mér snýst þetta allt um heiðurinn sem ég upplifi að feta í fótspor hetjanna minna,“ sagði Koch við fréttamenn í beinni útsendingu frá geimstöðinni í síðustu viku og lagði áherslu á að hún vildi veita nýrri kynslóð geimfara innblástur. Koch er 41 árs gömul, fædd í Michigan árið 1979 og alin upp í Norður-Karólínu. Hún er eðlis- og rafmagnsverkfræðingur að mennt. Koch var engu að síður fjarri því að slá metið yfir lengstu samfelldu geimdvöl allra tíma. Þann heiður á rússneski geimfarinn Valerí Poljakov sem dvaldi í rúmlega 437 daga um borð í rússnesku geimstöðinni Mír frá 1994 til 1995. .@Astro_Christina is back on Earth after 328 days living in space. https://t.co/yuOTrYN8CV pic.twitter.com/SU1Vi1W4XU— Intl. Space Station (@Space_Station) February 6, 2020
Bandaríkin Geimurinn Kasakstan Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira