Segir Evrópu ekki geta setið hjá í vígbúnaðarkapphlaupi Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 12:00 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AP/Francois Mori Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að ríki Evrópu megi ekki sitja hjá í nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Nauðsynlegt sé að leggja línurnar innan Evrópu og þá sérstaklega varðandi kjarnorkuvopn. Eftir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er Frakkland eina kjarnorkuveldi sambandsins. Þetta sagði forsetinn í ræðu við unga foringja í franska hernum við athöfn í París í morgun. Árið 2018 samþykkti Macron kostnaðarsama uppfærslu á kjarnorkuvopnum Frakklands en á móti kemur að Frakkar hafa fækkað vopnum sínum á undanförnum árum. Eins og bent er á í frétt Deutsche Welle þá Bandaríkin og Rússland slitið sáttmálum á milli ríkjanna um kjarnorkuvopn og yfirvöld Bandaríkjanna hafa þar að auki gefið í skyn að þau muni ekki framlengja sáttmála um fækkun kjarnorkuvopna sem undirritaður var árið 2010. Bandaríkin, Rússlands, Kína og Indland eru meðal ríkja heimsins sem vinna að þróun nýrra gerða eldflauga og annars konar vopna. Í ræðu sinni sagði Macron að hægt væri að tryggja öryggi Evrópu í samvinnu við Bandaríkin. Kjarnorkuvopn Frakklands tryggðu þó einnig öryggi. Forsetinn vill ræða hlutverk kjarnorkuvopna Frakklands við bandamenn ríkisins í Evrópu. Macron neitaði nýverið að færa kjarnorkuvopn ríkisins undir stjórn ESB eða Atlantshafsbandalagsins. Ræða Macron er í takt við fyrri ummæli hans um aukið varnarsamstarf innan Evrópu og heimsálfan hætti að reiða sig eins mikið á Bandaríkin og raunin er í varnarmálum. Hann hvatti ríki Evrópusambandins til að verja meira fé til varnarmála. Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að ríki Evrópu megi ekki sitja hjá í nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Nauðsynlegt sé að leggja línurnar innan Evrópu og þá sérstaklega varðandi kjarnorkuvopn. Eftir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er Frakkland eina kjarnorkuveldi sambandsins. Þetta sagði forsetinn í ræðu við unga foringja í franska hernum við athöfn í París í morgun. Árið 2018 samþykkti Macron kostnaðarsama uppfærslu á kjarnorkuvopnum Frakklands en á móti kemur að Frakkar hafa fækkað vopnum sínum á undanförnum árum. Eins og bent er á í frétt Deutsche Welle þá Bandaríkin og Rússland slitið sáttmálum á milli ríkjanna um kjarnorkuvopn og yfirvöld Bandaríkjanna hafa þar að auki gefið í skyn að þau muni ekki framlengja sáttmála um fækkun kjarnorkuvopna sem undirritaður var árið 2010. Bandaríkin, Rússlands, Kína og Indland eru meðal ríkja heimsins sem vinna að þróun nýrra gerða eldflauga og annars konar vopna. Í ræðu sinni sagði Macron að hægt væri að tryggja öryggi Evrópu í samvinnu við Bandaríkin. Kjarnorkuvopn Frakklands tryggðu þó einnig öryggi. Forsetinn vill ræða hlutverk kjarnorkuvopna Frakklands við bandamenn ríkisins í Evrópu. Macron neitaði nýverið að færa kjarnorkuvopn ríkisins undir stjórn ESB eða Atlantshafsbandalagsins. Ræða Macron er í takt við fyrri ummæli hans um aukið varnarsamstarf innan Evrópu og heimsálfan hætti að reiða sig eins mikið á Bandaríkin og raunin er í varnarmálum. Hann hvatti ríki Evrópusambandins til að verja meira fé til varnarmála.
Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira