Segir Evrópu ekki geta setið hjá í vígbúnaðarkapphlaupi Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 12:00 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AP/Francois Mori Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að ríki Evrópu megi ekki sitja hjá í nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Nauðsynlegt sé að leggja línurnar innan Evrópu og þá sérstaklega varðandi kjarnorkuvopn. Eftir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er Frakkland eina kjarnorkuveldi sambandsins. Þetta sagði forsetinn í ræðu við unga foringja í franska hernum við athöfn í París í morgun. Árið 2018 samþykkti Macron kostnaðarsama uppfærslu á kjarnorkuvopnum Frakklands en á móti kemur að Frakkar hafa fækkað vopnum sínum á undanförnum árum. Eins og bent er á í frétt Deutsche Welle þá Bandaríkin og Rússland slitið sáttmálum á milli ríkjanna um kjarnorkuvopn og yfirvöld Bandaríkjanna hafa þar að auki gefið í skyn að þau muni ekki framlengja sáttmála um fækkun kjarnorkuvopna sem undirritaður var árið 2010. Bandaríkin, Rússlands, Kína og Indland eru meðal ríkja heimsins sem vinna að þróun nýrra gerða eldflauga og annars konar vopna. Í ræðu sinni sagði Macron að hægt væri að tryggja öryggi Evrópu í samvinnu við Bandaríkin. Kjarnorkuvopn Frakklands tryggðu þó einnig öryggi. Forsetinn vill ræða hlutverk kjarnorkuvopna Frakklands við bandamenn ríkisins í Evrópu. Macron neitaði nýverið að færa kjarnorkuvopn ríkisins undir stjórn ESB eða Atlantshafsbandalagsins. Ræða Macron er í takt við fyrri ummæli hans um aukið varnarsamstarf innan Evrópu og heimsálfan hætti að reiða sig eins mikið á Bandaríkin og raunin er í varnarmálum. Hann hvatti ríki Evrópusambandins til að verja meira fé til varnarmála. Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að ríki Evrópu megi ekki sitja hjá í nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Nauðsynlegt sé að leggja línurnar innan Evrópu og þá sérstaklega varðandi kjarnorkuvopn. Eftir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er Frakkland eina kjarnorkuveldi sambandsins. Þetta sagði forsetinn í ræðu við unga foringja í franska hernum við athöfn í París í morgun. Árið 2018 samþykkti Macron kostnaðarsama uppfærslu á kjarnorkuvopnum Frakklands en á móti kemur að Frakkar hafa fækkað vopnum sínum á undanförnum árum. Eins og bent er á í frétt Deutsche Welle þá Bandaríkin og Rússland slitið sáttmálum á milli ríkjanna um kjarnorkuvopn og yfirvöld Bandaríkjanna hafa þar að auki gefið í skyn að þau muni ekki framlengja sáttmála um fækkun kjarnorkuvopna sem undirritaður var árið 2010. Bandaríkin, Rússlands, Kína og Indland eru meðal ríkja heimsins sem vinna að þróun nýrra gerða eldflauga og annars konar vopna. Í ræðu sinni sagði Macron að hægt væri að tryggja öryggi Evrópu í samvinnu við Bandaríkin. Kjarnorkuvopn Frakklands tryggðu þó einnig öryggi. Forsetinn vill ræða hlutverk kjarnorkuvopna Frakklands við bandamenn ríkisins í Evrópu. Macron neitaði nýverið að færa kjarnorkuvopn ríkisins undir stjórn ESB eða Atlantshafsbandalagsins. Ræða Macron er í takt við fyrri ummæli hans um aukið varnarsamstarf innan Evrópu og heimsálfan hætti að reiða sig eins mikið á Bandaríkin og raunin er í varnarmálum. Hann hvatti ríki Evrópusambandins til að verja meira fé til varnarmála.
Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira