Íslenski boltinn

Pepsi Max liðin fara til Spánar og Flórída fyrir utan eitt sem fer til Svíþjóðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsmeistarar KR-inga eru á leiðinni til Flórída.
Íslandsmeistarar KR-inga eru á leiðinni til Flórída. Vísir/Bára

Íslensk knattspyrnufélög senda meistaraflokka sína erlendis í æfingabúðir á næstu vikum en alls fara fjörutíu lið út til æfinga fram að því að Íslandsmótið hefst í apríl.Fótbolti.nethefur tekið saman upplýsingar um æfingaferðir íslensku liðanna og þar kemur fram að það eru fimm færri lið sem fara út í ár miðað við tímabilið í fyrra.Öll liðin í Pepsi Max-deild karla fara út en FH, KA, KR og Valur fara til Bandaríkjanna og Breiðablik fer til Svíþjóðar. Blikarnir fara út til Svíþjóðar í næstu viku og stutt er í að lið FH og KR fari til Bandaríkjanna. Önnur lið fylgja síðan í kjölfarið í mars og apríl samkvæmt frétt Fótbolta.net.Karlaliðin sem fara til Spánar í æfingaferð eru Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍA, Stjarnan og Víkingur. Öll liðin sem fara til Bandaríkjanna fara til Flórída.Fjögur af tíu liðum í Pepsi Max deild kvenna fara út en FH, KR, Selfoss og Valur eru öll að fara til Spánar. Valskonur fara til OlivaNova á Spáni en hin liðin þrjú öll til Pinatar.Pepsi Max deild karla hefst með leik Vals og KR 22. apríl eða daginn fyrir Sumardaginn fyrsta. Pepsi Max deild kvenna hefst líka með leik Vals og KR en sá leikur fer fram 30. apríl.Það má finna meira um æfingaferðir félaganna með því að smella hér.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.