Enski boltinn

Segja Liver­pool vilja fá Timo Werner næsta sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Timo Werner gæti verið á leið til Englands í sumar.
Timo Werner gæti verið á leið til Englands í sumar. vísir/getty

The Athletic greinir frá því í dag að Evrópumeistarar Liverpool séu ólmir í að krækja í framherjann, Timo Werner, frá RB Leipzig næsta sumar.

Werner hefur farið á kostum í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur skorað 25 mörk í 29 leikjum og mörg félög í Evrópu eru talin fylgjast með framherjanum.

Sadio Mane og Mohamed Salah verða ekki með Liverpool-liðinu í rúman mánuð í byrjun næsta árs vegna Afríkukeppninnar og því vill Jurgen Klopp styrkja hópinn.







Talið er að Werner sé með klásúlu í samningi sínum sem hljóði upp á að hann geti yfirgefið félagið komi tilboð upp á 60 milljónir evra.

Hann er einungis 23 ára en framherjastaðan er ekki eina staðan sem Þjóðverjinn Klopp vill styrkja. Hann er einnig talinn vilja fá vinstri bakvörð til að auka samkeppnina við Andy Robertson.

Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, mætir Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og á svo kappi við Chelsea í 16-liða úrslitum enska bikarsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×