Undrabarnið Julian Nagelsmann og saga hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 10:00 Nagelsmann á hliðarlínunni gegn Atletico Madrid. Julian Finney/Getty Images Það er ef til vill skrýtið að tala um undrabarn þegar um er að ræða 33 ára fullvaxta karlmann en þegar kemur að knattspyrnuþjálfurum þá er hinn þýski Julian Nagelsmann kornungur. Af þeim fjórum þjálfurum sem eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þá er Nagelsman lang yngstur. Thomas Tuchel [Paris Saint-Germain] er 46 ára, Hans Dieter-Flick [Bayern Munich] er 55 ára og Rudi Garcia [Lyon] er 56 ára gamall. Er Nagelsmann yngsti þjálfari í sögu Meistaradeildarinnar til að koma liði sínu í undanúrslit en þar mætir liðið franska stórliðinu Paris Saint-Germain. Meistaradeildin verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Hætti að spila vegna meiðsla Nagelsmann var efnilegur leikmaður á sínum yngri árum en ferillinn komst þó aldrei á flug vegna þrálátra meiðsla. Fyrst honum var ekki ætlað að spila í þýsku úrvalsdeildinni þá kom aðeins eitt til greina. „Ef ég næ ekki að spila í deildinni sem leikmaður þá mun ég þjálfa í deildinni í staðinn,“ sagði hann við Christian Traesch, fyrrum samherja sinn hjá TSV 1860 Munich, á sínum tíma. Aðeins níu árum síðar var sá draumur orðinn að veruleika. Nagelsmann var mjög öflugur leikmaður á sínum yngri árum. Miðvörður sem myndi sóma sér vel í nútíma fótbolta. Hann var öruggur á boltann, góður að byggja upp sóknir og svo las hann leikinn svo vel að hann þurfti aldrei að henda sér í tæklingu. Ásamt því að sjálfsögðu að meðtaka allt sem þjálfarinn sagði. Samherjar hans á yngri árum voru vissir um að hann myndi spila í þýsku úrvalsdeildinni. Hann glímdi hins vegar við bakmeiðsli frá unga aldri og á endanum var það misheppnuð aðgerð á hné sem batt enda á feril hans. Ekki nóg með það heldur lést faðir hans – Erwin Nagelsmann – skömmu síðar, aðeins 56 ára að aldri. Magnaður tröppugangur undanfarin ár Þann 27. október 2015 var Nagelsmann ráðinn þjálfari 1899 Hoffenheim til skamms tíma eftir að hafa þjálfað yngri lið félagsins frá 2010. Þar áður hafði hann verið njósnari fyrir varalið Augsburg. Sá hann um að skoða og leikgreina andstæðinga Augsburg. Þjálfari varaliðs Augsburg á þeim tíma var Thomas Tuchel, maðurinn sem Nagelsmann mun reyna að slá út í kvöld. Injury-prone FC Augsburg II defender Julian Nagelsmann, 19, was asked to do some scouting by his coach Thomas Tuchel in 2008. Twelve years later, they meet in the Champions League semi-final. This is the story about Nagelsmann curtailed playing career.https://t.co/CyLd9AJE7b— Raphael Honigstein (@honigstein) August 13, 2020 Huub Stevens tók við Hoffenheim um haustið 2015 og átti að stýra liðinu fram á sumar. Þá myndi Nagelsmann stíga inn sem aðalþjálfari. Stevens sagði starfi sínu lausu í febrúar 2016 þegar liðið var í bullandi fallbaráttu. Nagelsmann tók þá við og tókst að halda liðinu uppi með því að vinna sjö af síðustu fjórtán leikjum þess. Tímabilið eftir endaði liði í 4. sæti og sumarið 2017 framlengdi Nagelsmann samning sinn til ársins 2021. Aðeins ári síðar tilkynnti félagið að Nagelsmann myndi yfirgefa það sumarið 2019. Nagelsmann á hliðarlínunni er hann þjálfaði Hoffenheim.Vísir/Getty Það var þá sem Nagelsmann tók við einu af útibúi Red Bull. Þó svo að RB í RB Leipzig standi fyrir RasenBallsport þá er skammstöfunin tengd orkudrykkjarisanum Red Bull sem á knattspyrnulið í þremur löndum, Austurríki, Brasilíu, og Þýskalandi. Leipzig hefur gengið nokkuð vel á þessu tímabili. Liðið endaði í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir Borussia Dortmund sem endaði sæti ofar. Segja má að jafntefli hafi verið liðinu dýr en Leipzig gerði 12 jafntefli í aðeins 34 leikjum í deildinni. Þá er liðið komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en það datt út í 16-liða úrslitum þýska bikarsins. Skilur leikinn sem og leikmenn Það er ekki aðeins aldurinn á Nagelsmann sem vekur athygli. Hann er mjög framsækinn þjálfari og nýjungagjarn með eindæmum. Slíkt er orðspor hans nú þegar að spænska stórveldið Real Madrid reyndi að fá hann til að taka við liðinu árið 2018 eftir að Zinedine Zidane hafði sagt starfi sínu lausu. Nagelsmann ákvað hins vegar að þetta væri ekki rétti tíminn til að færa sig um set. Grein Michael Cox á The Athletic um sigur Leipzig á Atletico Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer yfir hversu miklar áhættur Nagelsmann tekur með lið sitt. Lið Diego Simeone er eitt besta varnarlið Evrópu og spilar liðið nær eingöngu 4-4-2 leikkerfi sem svipar til þess sem íslenska landsliðið hefur gert undanfarin ár. Nagelsmann stillti Leipzig því upp í hefðbundnu 4-2-3-1 leikkerfi þegar liðið væri að verjast en í 3-1-5-1 leikkerfi þegar það væri með boltann. Hér má sjá hvernig Leipzig stillti upp þegar liðið lagði af stað í sókn. Áhugavert svo ekki sé meira sagt.The Athletic/Michael Cox Oft á tíðum var nær ómögulegt að lesa í hvaða leikmaður væri í hvaða stöðu en leikmennirnir sjálfir voru með allt á hreinu. Samkvæmt Markus Kroesche, yfirmanni knattspyrnumála hjá Leipzig, þá kemur Nagelsmann skilaboð sínum alltaf til skila og leikmenn vita sín hlutverk upp á hár. Vert er að nefna að Leipzig er búið að selja sinn helsta markaskorara – Timo Werner – til Chelsea en hann hefur séð um markaskorun undanfarin fjögur ár. Ofan á gríðarlega þekkingu og skilning á knattspyrnu þá er Nagelsmann mjög fær í mannlegum samskiptum – eitthvað sem sumir þjálfarar virðast oft eiga erfitt með. Telja vinir hans að andlát föður hans spili þar inn í, hann hafi þroskast fljótt og tengi vel við leikmenn þegar þeir eiga erfitt heima fyrir eða í lífinu almennt. Þá er Nagelsmann óhræddur við að breyta taktík sinni á meðan leik stendur segir Krausche. Vegna þess hve fær hann er á æfingasvæðinu geti hann breytt hlutunum og gefið leikmönnum sínum skýr skilaboð um hvað þurfi að laga í miðjum leik. Nagelsmann gefur þeim Christopher Nkunku, Marcel Sabitzer, Dayot Upamecano og Konrad Laimer leiðbeiningar gegn Atl. Madrid. Lluis Gene/Getty Images Serge Gnabry, lykilmaður í Bayern Munich og þýska landsliðinu, segir að Nagelsmann hafi spilað stóran þátt í þeim leikmanni sem hann er í dag. Gnabry - sem var á láni hjá Hoffenheim tímabilið 2017 til 2018 - var ekki talinn nægilega góður fyrir West Bromwich Albion og var á endanum seldur frá Arsenal til Werder Bremen á fimm milljónir punda. Nú er hann einn af betri leikmönnum Evrópu og stór ástæða þess að Þýskalandsmeistararnir saknar hvorki Arjen Robben né Franck Ribery. „Hann var alltaf að ýta við mér. Segja mér að gera meira því ég hefði svo margt til brunns að bera. Æfingarnar hans voru frábærar sem og allar upplýsingar sem hann kom áleiðis. Hann breytti því hvernig ég sá leikinn og kenndi mér að leikgreina sjálfan mig,“ sagði Gnabry. Framtíðin Fótboltinn breytist hratt og það er erfitt að spá til um framtíðina en þegar kemur að Nagelsmann virðist augljóst að hann muni taka við einu af stærstu liðum Evrópu áður en langt um líður. Samkvæmt Alexander Rosen, yfirmanni knattspyrnumála hjá Hoffenheim, hefur það verið markmiðið hans um árabil. „Julian sagði á sínum tíma að hann vildi þjálfa eitt af bestu liðum Evrópu og vinna titla. Ég trúi ekki öðru en hann muni uppfylla þau markmið sín.“ Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Það er ef til vill skrýtið að tala um undrabarn þegar um er að ræða 33 ára fullvaxta karlmann en þegar kemur að knattspyrnuþjálfurum þá er hinn þýski Julian Nagelsmann kornungur. Af þeim fjórum þjálfurum sem eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þá er Nagelsman lang yngstur. Thomas Tuchel [Paris Saint-Germain] er 46 ára, Hans Dieter-Flick [Bayern Munich] er 55 ára og Rudi Garcia [Lyon] er 56 ára gamall. Er Nagelsmann yngsti þjálfari í sögu Meistaradeildarinnar til að koma liði sínu í undanúrslit en þar mætir liðið franska stórliðinu Paris Saint-Germain. Meistaradeildin verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Hætti að spila vegna meiðsla Nagelsmann var efnilegur leikmaður á sínum yngri árum en ferillinn komst þó aldrei á flug vegna þrálátra meiðsla. Fyrst honum var ekki ætlað að spila í þýsku úrvalsdeildinni þá kom aðeins eitt til greina. „Ef ég næ ekki að spila í deildinni sem leikmaður þá mun ég þjálfa í deildinni í staðinn,“ sagði hann við Christian Traesch, fyrrum samherja sinn hjá TSV 1860 Munich, á sínum tíma. Aðeins níu árum síðar var sá draumur orðinn að veruleika. Nagelsmann var mjög öflugur leikmaður á sínum yngri árum. Miðvörður sem myndi sóma sér vel í nútíma fótbolta. Hann var öruggur á boltann, góður að byggja upp sóknir og svo las hann leikinn svo vel að hann þurfti aldrei að henda sér í tæklingu. Ásamt því að sjálfsögðu að meðtaka allt sem þjálfarinn sagði. Samherjar hans á yngri árum voru vissir um að hann myndi spila í þýsku úrvalsdeildinni. Hann glímdi hins vegar við bakmeiðsli frá unga aldri og á endanum var það misheppnuð aðgerð á hné sem batt enda á feril hans. Ekki nóg með það heldur lést faðir hans – Erwin Nagelsmann – skömmu síðar, aðeins 56 ára að aldri. Magnaður tröppugangur undanfarin ár Þann 27. október 2015 var Nagelsmann ráðinn þjálfari 1899 Hoffenheim til skamms tíma eftir að hafa þjálfað yngri lið félagsins frá 2010. Þar áður hafði hann verið njósnari fyrir varalið Augsburg. Sá hann um að skoða og leikgreina andstæðinga Augsburg. Þjálfari varaliðs Augsburg á þeim tíma var Thomas Tuchel, maðurinn sem Nagelsmann mun reyna að slá út í kvöld. Injury-prone FC Augsburg II defender Julian Nagelsmann, 19, was asked to do some scouting by his coach Thomas Tuchel in 2008. Twelve years later, they meet in the Champions League semi-final. This is the story about Nagelsmann curtailed playing career.https://t.co/CyLd9AJE7b— Raphael Honigstein (@honigstein) August 13, 2020 Huub Stevens tók við Hoffenheim um haustið 2015 og átti að stýra liðinu fram á sumar. Þá myndi Nagelsmann stíga inn sem aðalþjálfari. Stevens sagði starfi sínu lausu í febrúar 2016 þegar liðið var í bullandi fallbaráttu. Nagelsmann tók þá við og tókst að halda liðinu uppi með því að vinna sjö af síðustu fjórtán leikjum þess. Tímabilið eftir endaði liði í 4. sæti og sumarið 2017 framlengdi Nagelsmann samning sinn til ársins 2021. Aðeins ári síðar tilkynnti félagið að Nagelsmann myndi yfirgefa það sumarið 2019. Nagelsmann á hliðarlínunni er hann þjálfaði Hoffenheim.Vísir/Getty Það var þá sem Nagelsmann tók við einu af útibúi Red Bull. Þó svo að RB í RB Leipzig standi fyrir RasenBallsport þá er skammstöfunin tengd orkudrykkjarisanum Red Bull sem á knattspyrnulið í þremur löndum, Austurríki, Brasilíu, og Þýskalandi. Leipzig hefur gengið nokkuð vel á þessu tímabili. Liðið endaði í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir Borussia Dortmund sem endaði sæti ofar. Segja má að jafntefli hafi verið liðinu dýr en Leipzig gerði 12 jafntefli í aðeins 34 leikjum í deildinni. Þá er liðið komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en það datt út í 16-liða úrslitum þýska bikarsins. Skilur leikinn sem og leikmenn Það er ekki aðeins aldurinn á Nagelsmann sem vekur athygli. Hann er mjög framsækinn þjálfari og nýjungagjarn með eindæmum. Slíkt er orðspor hans nú þegar að spænska stórveldið Real Madrid reyndi að fá hann til að taka við liðinu árið 2018 eftir að Zinedine Zidane hafði sagt starfi sínu lausu. Nagelsmann ákvað hins vegar að þetta væri ekki rétti tíminn til að færa sig um set. Grein Michael Cox á The Athletic um sigur Leipzig á Atletico Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer yfir hversu miklar áhættur Nagelsmann tekur með lið sitt. Lið Diego Simeone er eitt besta varnarlið Evrópu og spilar liðið nær eingöngu 4-4-2 leikkerfi sem svipar til þess sem íslenska landsliðið hefur gert undanfarin ár. Nagelsmann stillti Leipzig því upp í hefðbundnu 4-2-3-1 leikkerfi þegar liðið væri að verjast en í 3-1-5-1 leikkerfi þegar það væri með boltann. Hér má sjá hvernig Leipzig stillti upp þegar liðið lagði af stað í sókn. Áhugavert svo ekki sé meira sagt.The Athletic/Michael Cox Oft á tíðum var nær ómögulegt að lesa í hvaða leikmaður væri í hvaða stöðu en leikmennirnir sjálfir voru með allt á hreinu. Samkvæmt Markus Kroesche, yfirmanni knattspyrnumála hjá Leipzig, þá kemur Nagelsmann skilaboð sínum alltaf til skila og leikmenn vita sín hlutverk upp á hár. Vert er að nefna að Leipzig er búið að selja sinn helsta markaskorara – Timo Werner – til Chelsea en hann hefur séð um markaskorun undanfarin fjögur ár. Ofan á gríðarlega þekkingu og skilning á knattspyrnu þá er Nagelsmann mjög fær í mannlegum samskiptum – eitthvað sem sumir þjálfarar virðast oft eiga erfitt með. Telja vinir hans að andlát föður hans spili þar inn í, hann hafi þroskast fljótt og tengi vel við leikmenn þegar þeir eiga erfitt heima fyrir eða í lífinu almennt. Þá er Nagelsmann óhræddur við að breyta taktík sinni á meðan leik stendur segir Krausche. Vegna þess hve fær hann er á æfingasvæðinu geti hann breytt hlutunum og gefið leikmönnum sínum skýr skilaboð um hvað þurfi að laga í miðjum leik. Nagelsmann gefur þeim Christopher Nkunku, Marcel Sabitzer, Dayot Upamecano og Konrad Laimer leiðbeiningar gegn Atl. Madrid. Lluis Gene/Getty Images Serge Gnabry, lykilmaður í Bayern Munich og þýska landsliðinu, segir að Nagelsmann hafi spilað stóran þátt í þeim leikmanni sem hann er í dag. Gnabry - sem var á láni hjá Hoffenheim tímabilið 2017 til 2018 - var ekki talinn nægilega góður fyrir West Bromwich Albion og var á endanum seldur frá Arsenal til Werder Bremen á fimm milljónir punda. Nú er hann einn af betri leikmönnum Evrópu og stór ástæða þess að Þýskalandsmeistararnir saknar hvorki Arjen Robben né Franck Ribery. „Hann var alltaf að ýta við mér. Segja mér að gera meira því ég hefði svo margt til brunns að bera. Æfingarnar hans voru frábærar sem og allar upplýsingar sem hann kom áleiðis. Hann breytti því hvernig ég sá leikinn og kenndi mér að leikgreina sjálfan mig,“ sagði Gnabry. Framtíðin Fótboltinn breytist hratt og það er erfitt að spá til um framtíðina en þegar kemur að Nagelsmann virðist augljóst að hann muni taka við einu af stærstu liðum Evrópu áður en langt um líður. Samkvæmt Alexander Rosen, yfirmanni knattspyrnumála hjá Hoffenheim, hefur það verið markmiðið hans um árabil. „Julian sagði á sínum tíma að hann vildi þjálfa eitt af bestu liðum Evrópu og vinna titla. Ég trúi ekki öðru en hann muni uppfylla þau markmið sín.“
Meistaradeildin verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira