Hefja réttarhöld í einu stærsta barnaníðsmáli Þýskalands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2020 21:56 Þýska lögreglan hefur borið kennsl á 87 grunaða barnaníðinga í tengslum við málið. Vísir/Getty Þýskur kokkur hefur verið dreginn fyrir dóm í einu stærsta barnaníðsmáli Þýskalands síðan eftir seinna stríð. Lögregla segir manninn, sem hefur ekki verið nafngreindur að fullu en er þekktur sem Jörg L í þýskum fjölmiðlum, hafi birt fjölda mynda sem tugir þúsunda skoðuðu á Threema, svissnesku dulkóðuðu samskiptaforriti. Honum er þá gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni allt að 61 sinni. Í október á síðasta ári var gerð húsleit á heimili mannsins í Bergisch Gladbach, skammt frá Köln. Í kjölfar hennar hófst rannsókn á tugum annarra sem grunaðir voru um kynferðisbrot gegn börnum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að eiginkona Jörg L muni bera vitni gegn honum. Stór hluti réttarhaldanna munu fara fram bak við luktar dyr með það fyrir augum að vernda dóttur hans. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir í 11 daga og Jörg L gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Alls hafa verið borin kennsl á 87 meinta barnaníðinga í tengslum við málið og 50 börn, á aldrinum þriggja mánaða upp í 15 ára, hafa verið tekin af foreldrum sínum vegna gruns um misnotkun. Samkvæmt frétt BBC vinna 130 rannsakendur enn að því að fara í gegn um myndir og myndbönd sem sýna kynferðislega misnotkun barna. Þrír rannsakendur hafa tekið sér veikindaleyfi eftir að hafa fengið áfall vegna þess sem myndirnar sýna. Talið er að allt að 30 þúsund manns tengist inn í þau spjallsvæði sem til rannsóknar eru. Sum þeirra voru með hátt í 1.800 virka notendur á hverjum tíma. Þýskaland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Þýskur kokkur hefur verið dreginn fyrir dóm í einu stærsta barnaníðsmáli Þýskalands síðan eftir seinna stríð. Lögregla segir manninn, sem hefur ekki verið nafngreindur að fullu en er þekktur sem Jörg L í þýskum fjölmiðlum, hafi birt fjölda mynda sem tugir þúsunda skoðuðu á Threema, svissnesku dulkóðuðu samskiptaforriti. Honum er þá gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni allt að 61 sinni. Í október á síðasta ári var gerð húsleit á heimili mannsins í Bergisch Gladbach, skammt frá Köln. Í kjölfar hennar hófst rannsókn á tugum annarra sem grunaðir voru um kynferðisbrot gegn börnum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að eiginkona Jörg L muni bera vitni gegn honum. Stór hluti réttarhaldanna munu fara fram bak við luktar dyr með það fyrir augum að vernda dóttur hans. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir í 11 daga og Jörg L gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Alls hafa verið borin kennsl á 87 meinta barnaníðinga í tengslum við málið og 50 börn, á aldrinum þriggja mánaða upp í 15 ára, hafa verið tekin af foreldrum sínum vegna gruns um misnotkun. Samkvæmt frétt BBC vinna 130 rannsakendur enn að því að fara í gegn um myndir og myndbönd sem sýna kynferðislega misnotkun barna. Þrír rannsakendur hafa tekið sér veikindaleyfi eftir að hafa fengið áfall vegna þess sem myndirnar sýna. Talið er að allt að 30 þúsund manns tengist inn í þau spjallsvæði sem til rannsóknar eru. Sum þeirra voru með hátt í 1.800 virka notendur á hverjum tíma.
Þýskaland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira