David Silva fær styttu af sér fyrir utan heimavöll Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 16:30 David Silva og Joe Hart fagna hér saman fyrsta Englandsmeistaratitli Manchester City í núverandi sigurgöngu en þetta var árið 2012. Getty/Alex Livesey David Silva kvaddi Manchester City um helgina en félagið ætlar að passa það að gestir á heimaleiki félagsins gleymi honum ekki. Manchester City hefur gefið út plön sín að reisa styttu af spænska knattspyrnumanninum David Silva fyrir utan heimavöll Manchester City, Ethiad leikvanginn. David Silva lék sinn síðasta leik með Manchester City um helgina þegar liðið datt út á móti Lyon í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Silva kom inn á sem varamaður á 84. mínútu leiksins og lék síðustu mínúturnar. Að baki eru tíu mögnuð og sigursæl ár hjá félaginu. Man City have announced plans for a David Silva statue at Etihad Stadium. https://t.co/6jgA3F8LWT #MCFC pic.twitter.com/pTlXToKKPK— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2020 David Silva kom til Manchester City frá Valencia árið 2010 en hinn 34 ára gamli miðjumaður lék alls 436 leiki fyrir félagið og vann samtals fjórtán titla. „David var hljóðlátur leiðtogi sem veitti öllum mönnum í kringum sig innblástur. Styttan af David mun minna okkur um allar þær stundirnar sem hann gaf okkur, ekki aðeins sem stórkostlegur fótboltamaður heldur einnig sem frábær sendiherra félagsins sem kom alltaf fram af miklum virðuleika,“ sagði Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City. Styttan verður afhjúpuð á næsta ári en á sama tíma verður reist samskonar stytta af Vincent Kompany, fyrrum fyrirliða Manchester City sem hætti hjá félaginu síðasta sumar. Saman tóku þeir David Silva og Vincent Kompany þátt í Englandsmeistaratitlum Manchester City 2012, 2014, 2018 og 2019. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri Meistardeildarleiki fyrir Manchester City en einmitt David Silva (70) og þá varð hann tvisvar bikarmeistari og fimm sinnum deildabikarmeistari með Manchester City. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
David Silva kvaddi Manchester City um helgina en félagið ætlar að passa það að gestir á heimaleiki félagsins gleymi honum ekki. Manchester City hefur gefið út plön sín að reisa styttu af spænska knattspyrnumanninum David Silva fyrir utan heimavöll Manchester City, Ethiad leikvanginn. David Silva lék sinn síðasta leik með Manchester City um helgina þegar liðið datt út á móti Lyon í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Silva kom inn á sem varamaður á 84. mínútu leiksins og lék síðustu mínúturnar. Að baki eru tíu mögnuð og sigursæl ár hjá félaginu. Man City have announced plans for a David Silva statue at Etihad Stadium. https://t.co/6jgA3F8LWT #MCFC pic.twitter.com/pTlXToKKPK— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2020 David Silva kom til Manchester City frá Valencia árið 2010 en hinn 34 ára gamli miðjumaður lék alls 436 leiki fyrir félagið og vann samtals fjórtán titla. „David var hljóðlátur leiðtogi sem veitti öllum mönnum í kringum sig innblástur. Styttan af David mun minna okkur um allar þær stundirnar sem hann gaf okkur, ekki aðeins sem stórkostlegur fótboltamaður heldur einnig sem frábær sendiherra félagsins sem kom alltaf fram af miklum virðuleika,“ sagði Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City. Styttan verður afhjúpuð á næsta ári en á sama tíma verður reist samskonar stytta af Vincent Kompany, fyrrum fyrirliða Manchester City sem hætti hjá félaginu síðasta sumar. Saman tóku þeir David Silva og Vincent Kompany þátt í Englandsmeistaratitlum Manchester City 2012, 2014, 2018 og 2019. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri Meistardeildarleiki fyrir Manchester City en einmitt David Silva (70) og þá varð hann tvisvar bikarmeistari og fimm sinnum deildabikarmeistari með Manchester City.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira