Innlent

Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.

Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 

Ólöf Snæhólm er upplýsingafulltrúi Veitna.

„Við þurfum að fara í stóra tengingu við Suðuræð, við erum að breyta kerfinu svo fleiri hverfi á höfuðborgarsvæðinu fái heitt vatn frá Hellisheiði og Nesjavöllum í staðinn fyrir að fá heitt vatn úr borholum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Álag á borholurr í Reykjavík og Mosfellsbæ hefur aukist  vegna mikillar uppbygginar þar og við þurfum að létta á þeim til að geta rekið þær með sjálfbærum hætti til framtíðar,“ segir Ólöf.

Aðspurð um hvort það veðrieinhverjar hækkanir í framhaldinu? Segir Ólöf að engar verðhækkanir muni tengjast þessu. 

Ólöf segir að einhver fyrirtæki þurfi að gera ráðstafanir meðan á þessu stendur eða til klukkan níu á miðvikudagsmorgun.

Það eru ýmsir sem þurfa að gera ráðstafanir vegna þessa. Við höfum undanfarnar vikur  verði í samráði við stofnanir og fyrirtæki  eins og hjúkrunarheimili. Þá er ljóst að hárgreiðslustofur og matvælaframleiðendur geta ekki starfað án þess að vera með heitt vatn, “ segir Ólöf.

Ólöf verður á upplýsingafundi almannavarna klukkan tvö í dag.

„Aðallega vegna þess að það er mjög mikið af fólki í sóttkví og við erum öll að stunda sóttvarnir og þetta er út frá því að maður getur stundað sóttvarnir án þess að hafa heitt vatn. Það er sápan sem að drepur veiruna ekki vatnið,“ segir Ólöf. 


Tengdar fréttir

Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt

Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×