Innlent

Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Lokun Suðuræðar

Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun.

Í yfirlýsingu frá Veitum segir að verið sé að fjölga heimilum sem fái heitt vatn frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Við það þurfi að sækja minna af heitu vatni í borholur Veitna í Reykjavík og Mosfellsbæ.

Nýja tengingu þarf við Suðuræð, eina af megin flutningsæðum hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Með aukinni notkun á heitu vatni, m.a. vegna fjölgunar íbúa og þéttingu byggðar, hefur álag á jarðhitageyminn sem fæðir borholurnar á lághitasvæðunum aukist og við því verður að bregðast. Þessi framkvæmd er liður í því að tryggja að þessi mikilvægu lághitasvæði nýtast íbúum höfuðborgarsvæðisins til langrar framtíðar,“ segir í yfirlýsingunni.

Lokanir í Hafnarfirði.

Lokanir í Garðabær Hraun og Urriðaholt.

Lokanir í Garðabær Búðir og Lundir.

Lokanir í Kópavogi - Salir og Lindir.

Lokanir í Kópavogi - Vatnsendi.

Lokanir í Reykjavík - Norðlingaholt.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×