Enski boltinn

Bernar­do skýtur föstum skotum að „sorg­legum“ stuðnings­mönnum Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bernardo Silva fórnar höndum á laugardagskvöldið.
Bernardo Silva fórnar höndum á laugardagskvöldið. vísir/getty

Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, skaut föstum skotum að stuðningsmönnum Liverpool á Twitter-síðu sinni í gær.

Hinn 26 ára gamli Bernardo þakkaði stuðningsmönnum City fyrir tímabilið í gær eftir að City datt úr leik fyrir Lyon í Meistaradeildinni.

Það fór þó fljótt úr því að þakka stuðningsmönnum City fyrir leiktíðina - og í það að skjóta föstum að stuðningsmönnum ensku meistarana í Liverpool.

„Og til allra stuðningsmanna Liverpool sem hafa ekkert annað að gera en að koma á aðgang hjá leikmanni Man. City, ég finn til með ykkur en af röngum ástæðum,“ sagði Bernardo.

„Sorglegt. Farið að fagna titlinum, eða reynið að finna félaga, drekka bjór með vini eða lesa bók. Svo margir möguleikar,“ skrifaði Bernardo.

Margir stuðningsmenn Liverpool höfðu hæðst að því að City datt út úr Meistaradeildinni og enn fleiri hafa svarað umræddri færslu Bernardo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×