Íslenski boltinn

Óskar Hrafn: Menn sýndu ljóns hjarta í seinni hálfleik

Andri Már Eggertsson skrifar
Óskar Hrafn var sáttur með spilamennskuna og sigurinn í gærvöld.
Óskar Hrafn var sáttur með spilamennskuna og sigurinn í gærvöld. Vísir

Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu - var vonum sáttur með frammistöðu sinna manna í gærkvöld er liðið lagði Víking af velli með fjórum mörkum gegn tveimur.

Var þetta fyrsti liður beggja liða eftir rúmlega tveggja vikna hlé sökum ráðstafana Almannavarna. Nú mega liðin leika að nýju en líkt og í öllum leikjum helgarinnar voru engir áhorfendur á leiknum í Víkinni í gær.

Það virtist ekki hafa áhrif á Blikana sem léku frábæran fótbolta.

„Þetta voru sanngjörn úrslit við fengum færi til að skora fleiri mörk en Víkingarnir og því enduðu leikar réttilega með sigri Blika,” sagði Óskar Hrafn kátur í leikslok.

Gísli Eyjólfsson skoraði glæsilegt mark þegar hann þrumaði boltanum fyrir utan teig í slánna og inn. Óskar var mjög ánægður með markið sem kom honum ekkert á óvart. 

Þjálfarateymi Blika reiknar vissulega ekki með marki í hverjum leik frá Gísla en þeir telja hann hafa nægilega mikil gæði til að geta skipt sköpum í hverjum einasta leik. Hann er jú einn af betri leikmönnum deildarinnar að þeirra mati.

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði loksins sín fyrstu mörk í deildinni eftir að hafa farið í gegnum markaþurrð í upphafi móts. Varamannabekkur Blika fagnaði vel og innilega er Brynjólfur braut loks ísinn.

„Þetta var léttir fyrir hann að skora það hefur mikið verið rætt og ritað sem situr alveg strik í undirbúninginn hjá honum. Sigurinn er þó það sem skiptir öllu máli þó það var jákvætt að hann komst á blað því hann hefur oft spilað vel en mörkin hafa vantað.”

Óskar var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Blikar hefðu átt að skora fleiri mörk og sýndu Víkingarnir að þeir refsa alltaf ef þú nýtir ekki færin þín.

Þá hrósaði Óskar karakter liðsins mikið í seinni hálfleik því þar sýndu þeir úr hverju þeir eru gerðir þegar Víkingur virtist vera með tökin á leiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×