Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 11:35 Nokkur tilraunaskot til viðbótar verða gerð á Langanesi. Aðsend/Skyrora Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun . Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni segir að skotið hafi gengið vel í morgun enda hafi aðstæður verið góðar. „Þetta gekk vel! Það var fallegur dagur á skotstað í dag.“ Eldflauginni, frá skoska fyrirtækinu Skyrora, var skotið upp í tveimur hlutum, eða stigum. Fyrri partur flaugarinnar fór upp í sex kílómetra hæð og þegar hann hætti að brenna fór efri parturinn í 30 kílómetra hæð. „Það er ekki formlega geimurinn, enda ekki geimskot heldur eldflaugaskot,“ segir Atli Þór í samtali við fréttastofu. Íbúar Langaness fylgjast heillaðir með eldflaugaskotinu.Aðsend/Atli Þór „Þegar þú ert kominn í 30 km hæð þá sérðu að jörðin er sannarlega hnöttótt. Fyrri hlutinn fellur um það bil 3 km í sjóinn frá ströndinni, efri hlutinn er um það bil 18 km frá ströndu.“ Skrifað var undir samning við björgunarsveitina um að ná í partana aftur og stendur sú aðgerð yfir núna. Hægt er að endurnýta hlutana og verða haldnar nokkrar æfingar til viðbótar. Atli Þór segir Ísland vel til þess fallið að skjóta héðan eldflaugum. Eldflauginni var skotið upp frá Langanesi í morgun.Aðsend/Atli Þór „Það eru hundruð þátta sem þarf að skoða: öryggið, veðrátta, staðsetning, samgöngur og leyfi og annað slíkt. Þú þarft alltaf að vega og meta hagsmuni. Langanes hefur nokkra kosti. Ísland býr yfir ótrúlega góðum veðurgögnum, líka góð staðsetning út af ákveðinni braut og staðsetningakerfi hnatta. Svo ertu með svæði sem er tiltölulega strjálbýlt, auðvelt að viðhalda öryggi, stórt flugsvæði og svo framvegis,“ segir Atli. „Hjá okkur tekur nú við að leyfa okkar teymi að sofa,“ segir Atli. Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun . Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni segir að skotið hafi gengið vel í morgun enda hafi aðstæður verið góðar. „Þetta gekk vel! Það var fallegur dagur á skotstað í dag.“ Eldflauginni, frá skoska fyrirtækinu Skyrora, var skotið upp í tveimur hlutum, eða stigum. Fyrri partur flaugarinnar fór upp í sex kílómetra hæð og þegar hann hætti að brenna fór efri parturinn í 30 kílómetra hæð. „Það er ekki formlega geimurinn, enda ekki geimskot heldur eldflaugaskot,“ segir Atli Þór í samtali við fréttastofu. Íbúar Langaness fylgjast heillaðir með eldflaugaskotinu.Aðsend/Atli Þór „Þegar þú ert kominn í 30 km hæð þá sérðu að jörðin er sannarlega hnöttótt. Fyrri hlutinn fellur um það bil 3 km í sjóinn frá ströndinni, efri hlutinn er um það bil 18 km frá ströndu.“ Skrifað var undir samning við björgunarsveitina um að ná í partana aftur og stendur sú aðgerð yfir núna. Hægt er að endurnýta hlutana og verða haldnar nokkrar æfingar til viðbótar. Atli Þór segir Ísland vel til þess fallið að skjóta héðan eldflaugum. Eldflauginni var skotið upp frá Langanesi í morgun.Aðsend/Atli Þór „Það eru hundruð þátta sem þarf að skoða: öryggið, veðrátta, staðsetning, samgöngur og leyfi og annað slíkt. Þú þarft alltaf að vega og meta hagsmuni. Langanes hefur nokkra kosti. Ísland býr yfir ótrúlega góðum veðurgögnum, líka góð staðsetning út af ákveðinni braut og staðsetningakerfi hnatta. Svo ertu með svæði sem er tiltölulega strjálbýlt, auðvelt að viðhalda öryggi, stórt flugsvæði og svo framvegis,“ segir Atli. „Hjá okkur tekur nú við að leyfa okkar teymi að sofa,“ segir Atli.
Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28