Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2020 13:28 Búnaður Skyrora bíður átekta á Langanesi. Mynd/Skyrora Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. Skyrora þróar og smíðar eldflaugar með það að markmiði að flytja gervihnetti út í geim. Fyrirtækið vinnur nú að því að þróa eldflaugar til verksins og hluti af því er að skjóta upp minni eldflaugum. Hópur frá Skyrora er nú staddur á Norðausturhorni landsins, nánar tiltekið á Langanesi, þar sem skjóta á upp um fjögurra metra langri eldflaug. Sérstakur gluggi til að skjóta upp eldflauginni opnaðist í gær, en veðurskilyrði voru ekki hagstæð. Það sama er uppi á teningnum í dag en of hvasst er á Langanesi svo að öruggt þyki að skjóta upp eldflauginni, en áfram verður athugað með stöðuna næstu daga. Í stað eldflaugaskotsins geta börn í Langanesbyggð heimsótt skotstaðinn klukkan fimm í dag. Robin Hague, sem stýrir verkefninu, mun taka á móti áhugasömum milli fimm og sex í dag og fara yfir starfsemina skotstað, hvernig skotið fer fram og hvað þarf að hafa í huga fyrir skot svo fátt eitt sé nefnt. Atli Þór Fanndal, frá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni, mun aðstoða Robin að þýða á íslensku fyrir yngri börnin. Vegna COVID-19 verður hleypt inn á skotstað í litlum hópum. Þá er takmarkaður fjöldi sem kemst að og því er nauðsynlegt að skrá sig fyrir komu hér, á vef Langanesbyggðar. Langanesbyggð Geimurinn Vísindi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. Skyrora þróar og smíðar eldflaugar með það að markmiði að flytja gervihnetti út í geim. Fyrirtækið vinnur nú að því að þróa eldflaugar til verksins og hluti af því er að skjóta upp minni eldflaugum. Hópur frá Skyrora er nú staddur á Norðausturhorni landsins, nánar tiltekið á Langanesi, þar sem skjóta á upp um fjögurra metra langri eldflaug. Sérstakur gluggi til að skjóta upp eldflauginni opnaðist í gær, en veðurskilyrði voru ekki hagstæð. Það sama er uppi á teningnum í dag en of hvasst er á Langanesi svo að öruggt þyki að skjóta upp eldflauginni, en áfram verður athugað með stöðuna næstu daga. Í stað eldflaugaskotsins geta börn í Langanesbyggð heimsótt skotstaðinn klukkan fimm í dag. Robin Hague, sem stýrir verkefninu, mun taka á móti áhugasömum milli fimm og sex í dag og fara yfir starfsemina skotstað, hvernig skotið fer fram og hvað þarf að hafa í huga fyrir skot svo fátt eitt sé nefnt. Atli Þór Fanndal, frá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni, mun aðstoða Robin að þýða á íslensku fyrir yngri börnin. Vegna COVID-19 verður hleypt inn á skotstað í litlum hópum. Þá er takmarkaður fjöldi sem kemst að og því er nauðsynlegt að skrá sig fyrir komu hér, á vef Langanesbyggðar.
Langanesbyggð Geimurinn Vísindi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira