Enski boltinn

Chelsea að kaupa varnarmann á 40 milljónir punda

Ísak Hallmundarson skrifar
Lewis Dunk.
Lewis Dunk. getty/James Williamson

Chelsea leitar leiða til að styrkja varnarlínuna fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni, en á síðustu leiktíð fékk liðið á sig 54 mörk í deildinni.

Eitt þeirra liða sem fékk á sig jafnmörg mörk var fallbaráttulið Brighton sem endaði í 15. sæti og er Chelsea sagt ætla að kaupa varnarmann þeirra, Lewis Dunk.

Tottenham Hotspur hefur einnig verið á höttunum eftir Dunk en leikmaðurinn er mikill stuðningsmaður Chelsea og vill frekar fara þangað.

Dunk lét sig vanta þegar Brighton kynnti nýja keppnisbúninga sína fyrir komandi tímabil og hafa margir stuðningsmenn liðsins áhyggjur af því að hann sé á förum frá félaginu. 

Chelsea er sagt tilbúið að borga 40 milljónir punda fyrir leikmanninn. Lewis Dunk er 28 ára gamall og alinn upp hjá Brighton. Hann á að baki einn landsleik fyrir enska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×