Innlent

Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skólavist á Seltjarnarnesi kostar rúmlega 42 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum mat.
Skólavist á Seltjarnarnesi kostar rúmlega 42 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum mat. Vísir/Vilhelm

Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ sem gerði könnun á kostnaðinum.

Hækkunin nemur 3.875 krónum á mánuði eða 34.875 krónum á ári miðað við níu mánaða vistun. Þess má geta að gjöldin á Seltjarnarnesi voru þau hæstu meðal þeirra 15 sveitarfélaga sem úttektin nær til fyrir breytinguna og eru það enn.
Minnstu hækkanir á gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat voru í Mosfellsbæ.

Samanburðinn má sjá í töflunni að ofan.

Mikill munur er á heildargjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat milli sveitarfélaga. 17.157 króna munur er á hæstu gjöldunum sem eru á Seltjarnarnesi, 42.315 krónur, og þeim lægstu í Fjarðarbyggð, 25.158 krónur Munurinn á hæstu gjöldunum og þeim lægstu er því 154.413 krónur á ári.

Nánar má kynna sér samanburðinn á vefsíðu ASÍ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.