Íslenski boltinn

Ís­lands­meistararnir höfðu betur gegn bikar­meisturunum í víta­spyrnu­keppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pálmi Rafn skorar úr vítaspyrnu á síðustu leiktíð.
Pálmi Rafn skorar úr vítaspyrnu á síðustu leiktíð. vísir/bára

KR er komið í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi en leikið var í Egilshöllinni í kvöld.

KR varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð og Víkingur vann bikarinn svo meistarar stóru titlanna á síðasta ári mættust því í kvöld.

Víkingar komust yfir á sjöttu mínútu er Óttar Magnús Karlsson skoraði úr vítaspyrnu en KR-ingar jöfnuðu stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Staðan 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því var farið beint í vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Íslandsmeistararnir betur.







Í úrslitaleiknum mæta KR-ingar annað hvort Fjölni eða Val en undanúrslitaleikur þeirra er nú í gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×