Innlent

Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri að sögn prófessors í Hagfræði.

Í minnisblaði um efnahagsleg áhrif þess að breyta fyrirkomulagi skimunar á landamærum, sem kynnt var í gær, kemur fram að hertar aðgerðir muni að líkindum fækka ferðamönnum með tileyrandi tekjutapi fyrir þjóðarbúið.

„Ákvörðuning hefur kannski ekki svo rosalega mikil áhrif vegna þess að veiran er í sókn í löndunum í kringum okkur. Ísland er að lenda á rauðum listum annarra landa. Þar á meðal í Noregi og Bretlandi og stór hluti af þessum ferðamönnum sem hafa komið á veturna hafa komið frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Bandaríkin eru lokuð og Bretland að lokast.“

„Þannig að kannski var þessi ákvörðun alveg á leiðinni af sjálfu sér. Nema að því leytinu til að ef við hefðum haft áfram opið, kannski galopið þá væri samt í raun bara opið fyrir lönd sem eru með tiltölulega slappar aðgerðir gagnvart farsóttinni,“ sagði Þórólfur Matthíasson, prófessor í Hagfræði vði Háskóla Íslands.

Mun meiri kostnaður sé af almennum sóttvarnaaðgerðum, svo sem samkomubanni, en sértækum aðgerðum á borð við smitrakningu og sóttkví.

„Það er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri með þeim ákvörðunum sem voru teknar í gær,“ sagði Þórólfur.

Í ljósi fjölda innanlandssmita upp á síðkastið hefði eftir á að hyggja verið betra að hafa meiri viðbúnað á landamærum í sumar, svo sem hærra skimunargjald.

„Og þá hefðum við kannski sloppið betur frá þessum seinni faraldri heldur en núna,“ sagði Þórólfur.

„Afleiðingarnar eru engu að síður þær að við erum að fara inn í haustið með hálf lokaða skóla og það verður erfitt í framkvæmd og við erum að lengja óvissutímann sem sérstaklega viðslistarfólkið og fólki í menningar- og menntageiranum standa frammi fyrir,“ sagði Þórólfur.


Tengdar fréttir

Heiðarlegra að tala um lokun landsins

Þungt hljóð er í íslenskri ferðaþjónustu þessa stundina eftir að ný útfærsla á landamæraskimun var kynnt til leiks í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.