Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 07:14 Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Vísir/AP Öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna, samþykktu nú í morgun að fylgja þeim leikreglum sem Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, lagði til varðandi réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Atkvæðagreiðslan varðandi reglurnar fylgdi flokkslínum, þar sem 53 Repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og 47 Demókratar greiddu atkvæði gegn henni. Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tillögum McConnell vörðuðu það að lengja tímann sem báðar hliðar fá í opnunarræður sínar. Sömuleiðis gerði McConnell sjálfur breytingar á tillögum sínum varðandi leikreglur réttarhaldanna, áður en þingið kom saman í gærkvöldi. Fjölmiðlar ytra segja hann hafa gert það eftir að þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu yfir áhyggjum af því að réttarhöldin litu ekki út fyrir að vera óhlutdræg. Öllum kröfum Demókrata um að leyfa vitni í réttarhöldunum var hafnað. Þegar leið á nóttina segir AP fréttaveitan að hiti hafi komið í mannskapinn og á einum tímapunkti þurfti John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem stýrir réttarhöldunum, að skamma þingmenn fyrir orðaval þeirra. Hann sagði þeim að muna hvar þeir væru og að haga sér almennilega. Lögmenn forsetans stóðu fast á því að Trump hafi ekkert rangt gert og að embættisákærurnar gegn honum væru farsi. Þeir neituðu því ekki að Trump hafi beðið nýjan forseta Úkraínu um „greiða“ sem sneri að því að tilkynna rannsókn á meintri spillingu Joe Biden, sem er enn hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á árinu. Á sama tíma stöðvaði Trump afhendingu mikillar neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem var lögbrot, samkvæmt óháðri eftirlitsstofnun, á sama tíma og Úkraína stendur í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Nei, lögmenn forsetans héldu því ítrekað fram að Trump hafi ekkert gert af sér og ekkert tilefni hafi verið til að ákæra hann. Sjá einnig: Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Adam Schiff hóf réttarhöldin með því að segja að stofnendur Bandaríkjanna hefðu sett embættisákærur í stjórnarskrá Bandaríkjanna vegna brota eins og þeirra sem Trump er sakaður um. Hann hafi misnotað vald sitt í eigin þágu, grafið undan öryggi Bandaríkjanna og krafið erlenda aðila til að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Varnir lögmanna Trump snerust að mestu leyti um það hve ósanngjörn rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi verið. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna, samþykktu nú í morgun að fylgja þeim leikreglum sem Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, lagði til varðandi réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Atkvæðagreiðslan varðandi reglurnar fylgdi flokkslínum, þar sem 53 Repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og 47 Demókratar greiddu atkvæði gegn henni. Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tillögum McConnell vörðuðu það að lengja tímann sem báðar hliðar fá í opnunarræður sínar. Sömuleiðis gerði McConnell sjálfur breytingar á tillögum sínum varðandi leikreglur réttarhaldanna, áður en þingið kom saman í gærkvöldi. Fjölmiðlar ytra segja hann hafa gert það eftir að þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu yfir áhyggjum af því að réttarhöldin litu ekki út fyrir að vera óhlutdræg. Öllum kröfum Demókrata um að leyfa vitni í réttarhöldunum var hafnað. Þegar leið á nóttina segir AP fréttaveitan að hiti hafi komið í mannskapinn og á einum tímapunkti þurfti John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem stýrir réttarhöldunum, að skamma þingmenn fyrir orðaval þeirra. Hann sagði þeim að muna hvar þeir væru og að haga sér almennilega. Lögmenn forsetans stóðu fast á því að Trump hafi ekkert rangt gert og að embættisákærurnar gegn honum væru farsi. Þeir neituðu því ekki að Trump hafi beðið nýjan forseta Úkraínu um „greiða“ sem sneri að því að tilkynna rannsókn á meintri spillingu Joe Biden, sem er enn hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á árinu. Á sama tíma stöðvaði Trump afhendingu mikillar neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem var lögbrot, samkvæmt óháðri eftirlitsstofnun, á sama tíma og Úkraína stendur í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Nei, lögmenn forsetans héldu því ítrekað fram að Trump hafi ekkert gert af sér og ekkert tilefni hafi verið til að ákæra hann. Sjá einnig: Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Adam Schiff hóf réttarhöldin með því að segja að stofnendur Bandaríkjanna hefðu sett embættisákærur í stjórnarskrá Bandaríkjanna vegna brota eins og þeirra sem Trump er sakaður um. Hann hafi misnotað vald sitt í eigin þágu, grafið undan öryggi Bandaríkjanna og krafið erlenda aðila til að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Varnir lögmanna Trump snerust að mestu leyti um það hve ósanngjörn rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi verið.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“