Erlent

Einn látinn og sjö særðir eftir skotárás í Seattle

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðal hinna særðu er níu ára drengur.
Meðal hinna særðu er níu ára drengur. ap/David Silver

Ein kona lét lífið og sjö særðust þegar skothríð hófst á gangstétt í miðborg Seattle í Bandaríkjunum. Meðal hinna særðu er níu ára drengur. Árásarmaðurinn, eða mennirnir, eru ófundnir. Skotárásin í nótt (17:00 að staðartíma) var sú þriðja í miðbæ Seattle á einungis sólarhring.

Áður hafði lögreglan skotið og sært vopnaðan mann á svæðinu og í gærmorgun fannst særður maður í stigagangi skammt frá staðsetningu árásarinnar í nótt.

Lögreglan segir að skotárásin hafi verið afleyðing deilna fyrir utan McDonalds. Talið er að árásarmennirnir hafi verið nokkrir en ekki er vitað hve margir, samkvæmt frétt Seattle Times.

Sömuleiðis er ekki vitað hvort einhverjir hinna særðu hafi komið að deilunum á nokkurn hátt.

Kona á sextugsaldri er í alvarlegu ástandi og drengurinn í stöðugu en hann var hætt kominn um tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.