Erlent

Sex látnir eftir skot­á­rás í Þýska­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning barst lögreglunni klukkan 12:45 að staðartíma.
Tilkynning barst lögreglunni klukkan 12:45 að staðartíma. AP

Sex manns eiga að vera látnir og einhverjir að hafa sært eftir skotárás í þýska smábænum Rot am See í sambandsríkinu Baden-Würtemberg í dag.

Lögregla í Þýskalandi segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins, en árásin á að hafa átt sér stað í byggingu við Bahnhofstrasse.

Bild segir frá því að árásarmaðurinn sé maður á fertugsaldri og eiga fórnarlömbin að tengjast honum fjölskylduböndum. Ástæður árásarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Tilkynning barst lögreglunni klukkan 12:45 að staðartíma.

Íbúar Rot am See telja um 5.200 manns og er að finna milli Heidelberg og Nürnberg í suðvesturhluta Þýskalands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.