Íslenski boltinn

ÍA vann upp þriggja marka forskot Gróttu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Hrafn skoraði eitt marka Skagamanna gegn Seltirningum.
Tryggvi Hrafn skoraði eitt marka Skagamanna gegn Seltirningum. vísir/daníel

ÍA vann upp þriggja marka forskot Gróttu í leik liðanna í riðli 2 í Fótbolta.net mótinu í Akraneshöllinni í dag. Lokatölur 3-3.

Skagamenn unnu riðilinn en Seltirningar enduðu í 3. sæti.

Í hálfleik var staðan 0-3, Gróttu í vil og Seltirningar í góðum málum. Óliver Dagur Thorlacius skoraði tvö mörk fyrir gestina og Gunnar Jónas Hauksson eitt.

Í seinni hálfleik snerist dæmið við. Steinar Þorsteinsson minnkaði muninn í 1-3 á 54. mínútu með marki úr vítaspyrnu og sjö mínútum síðar skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson annað mark Skagamanna.

Eyþór Aron Wöhler jafnaði svo í 3-3 þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×