Íslenski boltinn

Eyjamenn tóku annað sætið af HK-ingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víðir skoraði þriðja mark ÍBV gegn HK.
Víðir skoraði þriðja mark ÍBV gegn HK. vísir/daníel

Eyjamenn gerðu góða ferð í Kópavoginn og unnu 1-3 sigur á HK-ingum í lokaleik sínum í riðli 1 í Fótbolta.net mótinu.

Með sigrinum tryggði ÍBV sér 2. sætið í riðlinum á kostnað HK.

Jose „Sito“ Seoane, sem kom til ÍBV í vetur, skoraði tvö mörk fyrir Eyjamenn í fyrri hálfleik.

Á 82. mínútu skoraði Víðir Þorvarðarson, fyrirliði ÍBV, þriðja mark liðsins.

Þremur mínútum síðar lagaði Alexander Freyr Sindrason stöðuna en nær komst HK ekki. Lokatölur 1-3, ÍBV í vil.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×