Erlent

Lést í keppni í kökuáti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lamington-kaka sem er sú tegund af kökum sem konan var að keppast við að borða þegar hún lést.
Lamington-kaka sem er sú tegund af kökum sem konan var að keppast við að borða þegar hún lést. vísir/getty

Sextíu ára áströlsk kona lést í gær á meðan hún tók þátt í keppni í kökuáti á hóteli í borginni Hervey Bay í Queensland í Ástralíu.

Keppnin fólst í að reyna að borða eins margar lamington-kökur og maður gat en lamington-kaka er svampkaka með súkkulaði og kókos.

Að því er fram kemur í frétt BBC um málið fékk konan slag en skömmu áður höfðu keppendurnir verið að borða eins margar kökur og þeir gátu á sem stystum tíma.

Endurlífgun var reynd á konunni á hótelinu og hún flutt á spítala þar sem hún lést. Vitni segja að konan hafi verið að fá sér köku þegar svo virtist sem hún ætti í einhverjum erfiðleikum.

Átkeppnir eru vinsæll leikur í Ástralíu á Ástralíudeginum svokallaða sem haldinn er hátíðlegur ár hvert til að minnast þess þegar fyrstu mennirnir frá Evrópu komu til Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×