Enski boltinn

Enskir fjölmiðlar fóru mannavillt og sögðu Sander Berge væri mættur í læknisskoðun hjá Man. Utd.

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekki Sander Berge.
Ekki Sander Berge.

Enskir fjölmiðlar hlupu á sig í dag þegar þeir greindu frá því að norski miðjumaðurinn Sander Berge væri á leið til Manchester United.

Greint var frá því að Berge væri mættur á Carrington, æfingasvæði United, til að gangast undir læknisskoðun.

Glöggir einstaklingar voru fljótir að sjá að myndin sem birtist með fréttunum var alls ekki af Berge. Sá sem sat í aftursætinu á bílnum sem var ekið inn á Carrington er 15 ára markvörður sem hefur ekki enn verið nafngreindur.

Berge, sem leikur með Genk í Belgíu, er ekki í Manchester og ekki á förum til United. Líklegra er að hann fari til annars United-liðs, Sheffield United sem á í viðræðum við Genk.

Berge, sem er 21 árs, hefur leikið með Genk síðan 2017. Hann á að baki 20 leiki fyrir norska A-landsliðið.

Hinn raunverulegi Sander Berge.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×