Erlent

Stærðarinnar jarðskjálfti við Kúbu

Samúel Karl Ólason skrifar
Upptök skjálftans voru í um 140 kílómetra fjarlægð frá báðum eyjunum og á um tíu kílómetra dýpi.
Upptök skjálftans voru í um 140 kílómetra fjarlægð frá báðum eyjunum og á um tíu kílómetra dýpi. Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna

Stærðarinnar jarðskjálfti mældist suður af Kúpu og norðvestur af Jamaíka í kvöld. Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna segir skjálftann hafa verið 7,7 stig. Upptök skjálftans voru þó í um 140 kílómetra fjarlægð frá báðum eyjunum og á um tíu kílómetra dýpi.

Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki.

Í samtali við AP fréttaveituna segir Belkis Guerrero, sem vinnur í menningarmiðstöð í borginni Santiago að hann hafi fundist vel þar.

„Við sátum öll og fundum stólana hreyfast. Við heyrðum hljóðið frá öllu sem var á hreyfingu,“ segir Geurrero. „Hann virtist mjög sterkur en það lítur ekki út fyrir að eitthvað hafi gerst,“ bætti hann svo við um mögulegar skemmdir.

Íbúar á Cayman eyjum segja skjálftann hafa valdið einhverjum skemmdum þar. Sprungur hafi myndast í götum og holræsaleiðslur hafi sprungið.

Skjálftinn fannst einnig vel í Flórída og hafa byggirnar þar verið rýmdar.

Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans. Slíkar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Kúbu og Jamaíka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.