Viðskipti erlent

BA af­lýsir ferðum og Star­bucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Starbucks opnaði fyrsta stað sinn í Kína í höfuðborginni Peking árið 1999 en alls starfrækir fyrirtækið 4.300 staði í Kína.
Starbucks opnaði fyrsta stað sinn í Kína í höfuðborginni Peking árið 1999 en alls starfrækir fyrirtækið 4.300 staði í Kína. Getty

Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. Breska utanríkisráðuneytið hefur varað fólk við að ferðast til Kína.

Á sama tíma hafa fréttir borist að bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hafi tímabundið lokað um helming útibúa sinna í Kína, um tvö þúsund talsins, til að styðja við bakið á tilraunir kínverskra yfirvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í yfirlýsingu frá Starbucks segir að faraldurinn sé líklegur til að hafa áhrif á afkomu félagsins.

Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega sex þúsund manns. Veiran hefur nú fundist í sextán löndum utan Kína.

Starbucks opnaði fyrsta stað sinn í Kína í höfuðborginni Peking árið 1999 en alls starfrækir fyrirtækið 4.300 staði í Kína. Um 10 prósent tekna fyrirtækisins koma frá starfsemi þess í Kína.

Fjöldi stórfyrirtækja hafa ráðlagt starfsfólki sínu að forðast að ferðast til Kína vegna útbreiðslu veirunnar. Þá hefur japanski bílaframleiðandinn Toyota tímabundið lokað framleiðslustöðum sínum í Kína.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
4,14
29
788.349
FESTI
2,49
19
795.994
SYN
2,03
5
84.336
MAREL
1,84
31
1.221.491
HEIMA
1,45
5
12.357

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,17
6
110.665
TM
-0,74
7
117.685
SJOVA
-0,71
5
55.817
ORIGO
-0,66
1
105
EIM
-0,6
6
41.667
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.