Enski boltinn

Elvar Örn: Það var gott stress

Anton Ingi Leifsson skrifar

Elvar Örn Jónsson var glaður í leikslok er hann ræddi við Vísi eftir magnaðan sigur á Dönum í fyrsta leiknum á EM 2020.

„Þetta var geggjað. Full höll. Frábær stemning. Þúsund Íslendingar. Geggjað,“ sagði Elvar í leikslok.

„Þetta er hliðina á Danmörku svo það voru tólf þúsund Danir hérna en það heyrðist hátt í Íslendingunum.“

Selfyssingurinn segir að alltaf hafi verið trú á verkefninu.

„Auðvitað. Við höfum trú á okkur. Við vitum að við erum góðir ef við spilum okkar bolta sem við náðum í dag.“

„Það má ekki gleyma því að Aron átti frábæran leik. Hann var frábær sóknarlega og vörnin var nokkuð góð í leiknum.“

„Það eru atriði sem við getum lagað en við erum ánægðir núna.“

Hann minnist aftur á trúnna og segir að liðið hafi ekkert óttast heims- og Ólympíumeistara Dana.

„Já. Við förum í alla leiki til að vinna og við höfum alltaf trú á því að við vinnum leikina gegn þessum bestu þjóðum.“

„Við erum glaðir í kvöld en á morgun er nýr dagur og nýjir andstæðingar,“ en var hann stressaður fyrir leik dagsins?

„Það var gott stress. Spennustigð var á réttum stað og maður var með fiðring í maganum,“ sagði Elvar.

Klippa: Viðtal við Elvar Örn


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×