Handbolti

Kári Kristján: Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta viðtal bannað innan átján

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári skoraði fjögur mörk.
Kári skoraði fjögur mörk. vísir/getty

„Ég er hátt uppi,“ voru fyrstu viðbrögð Kára Kristjáns Kristjánssonar eftir sigur Íslands á Danmörku, 30-31, í fyrsta leik sínum á EM 2020 í dag.

„Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta viðtal bannað innan átján. Ég er hrikalega sáttur með þetta. Það er bara þannig.“

Kári átti frábæran leik, skoraði fjögur mörk og fiskaði tvö vítaköst.

„Auðvitað var gaman að taka þátt í þessum leik en ég er líka búinn að vinna mér inn fyrir því. Ég var hrikalegur. Nú þurfum við að halda okkur á jörðinni,“ sagði Kári.

„Við erum í íþróttum og að sjálfsögðu eigum við að fagna sigrum. En þetta er langt og strangt mót. Þetta voru glæsileg úrslit en við þurfum að halda einbeitingu.“

Kári var dottinn út úr landsliðinu og lék ekki með því á HM 2019. En Eyjamaðurinn var valinn aftur í landsliðið síðasta haust og er nú mættur aftur með því á stórmót.

„Ég er bara Toyota. Þú veist alveg hvað þú færð þegar þú kaupir Toyotu. Ég er alltaf sami leikmaðurinn,“ sagði Kári að lokum.

Klippa: Viðtal við Kára Kristján

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×