Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir hefur gert það gott síðustu misseri. Ap/richard shotwell Hildur Guðnadóttir hreppti verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin í nótt voru þau sjöttu sem Hildur hefur hlotið fyrir tónlistina í Joker en áður hafði hún verið verðlaunuð á Golden Globe-hátíðinni og er tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna. Síðar í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlauna kunngjörðar en teljast verður afar líklegt að hún hljóti tilnefningu miðað við velgengnina á öðrum verðlaunahátíðum. Hildur er einnig tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl en áður hafði hún hlotið Emmy-verðlaunin fyrir þá tónlist. Aðalstef myndarinnar er leikið á selló, sem er aðalhljóðfæri Hildar, en leikstjóri myndarinnar, Todd Phillips, hefur lýst því hvernig sellóleikur Hildar hjálpaði þeim að skapa eina eftirminnilegustu senu myndarinnar. Um er að ræða senu þar sem Arthur Fleck, sem síðar verður hið alræmda illmenni Jokerinn, stígur dans á baðherbergi eftir að hafa myrt nokkra í neðanjarðarlest. Phillips sagði frá vandræðunum sem hann og aðalleikari myndarinnar Joaquin Phoenix stóðu frammi fyrir þegar taka átti upp senuna á baðherberginu. Phoenix hafði stungið upp á að karakterinn hans myndi stíga dans. Það var þá sem Phillips leyfði honum að heyra sellóverkið sem Hildur hafði samið fyrir myndina. Verkið greip Phoenix samstundis sem hreyfði sig út frá tónlist Hildar. Hildur hefur sjálf greint frá því að Phoenix hefði tjáð henni að þegar hann heyrði verkið hennar þá hefði hann fyrst náð að komast að kjarna Jokersins. „Hann komst inn í hugarheim hans með hjálp tónlistarinnar. Það sést að hann hreyfir sig í takt við verkið. Við hlustuðum á það með honum í myndinni. Þetta var fyrsta senan sem ég fékk að sjá úr myndinni. Það var töfrum líkast að sjá að hann upplifði í raun sömu hreyfingar og ég upplifði þegar ég samdi verkið,“ sagði Hildur. Bandaríkin Golden Globes Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hreppti verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin í nótt voru þau sjöttu sem Hildur hefur hlotið fyrir tónlistina í Joker en áður hafði hún verið verðlaunuð á Golden Globe-hátíðinni og er tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna. Síðar í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlauna kunngjörðar en teljast verður afar líklegt að hún hljóti tilnefningu miðað við velgengnina á öðrum verðlaunahátíðum. Hildur er einnig tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl en áður hafði hún hlotið Emmy-verðlaunin fyrir þá tónlist. Aðalstef myndarinnar er leikið á selló, sem er aðalhljóðfæri Hildar, en leikstjóri myndarinnar, Todd Phillips, hefur lýst því hvernig sellóleikur Hildar hjálpaði þeim að skapa eina eftirminnilegustu senu myndarinnar. Um er að ræða senu þar sem Arthur Fleck, sem síðar verður hið alræmda illmenni Jokerinn, stígur dans á baðherbergi eftir að hafa myrt nokkra í neðanjarðarlest. Phillips sagði frá vandræðunum sem hann og aðalleikari myndarinnar Joaquin Phoenix stóðu frammi fyrir þegar taka átti upp senuna á baðherberginu. Phoenix hafði stungið upp á að karakterinn hans myndi stíga dans. Það var þá sem Phillips leyfði honum að heyra sellóverkið sem Hildur hafði samið fyrir myndina. Verkið greip Phoenix samstundis sem hreyfði sig út frá tónlist Hildar. Hildur hefur sjálf greint frá því að Phoenix hefði tjáð henni að þegar hann heyrði verkið hennar þá hefði hann fyrst náð að komast að kjarna Jokersins. „Hann komst inn í hugarheim hans með hjálp tónlistarinnar. Það sést að hann hreyfir sig í takt við verkið. Við hlustuðum á það með honum í myndinni. Þetta var fyrsta senan sem ég fékk að sjá úr myndinni. Það var töfrum líkast að sjá að hann upplifði í raun sömu hreyfingar og ég upplifði þegar ég samdi verkið,“ sagði Hildur.
Bandaríkin Golden Globes Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira