Erlent

Mikil sprenging í efnaverksmiðju á Spáni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn eld í verksmiðjunni.
Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn eld í verksmiðjunni. AP/David Oliete

Einn er látinn og minnst fjórir alvarlega slasaðir eftir mikla sprengingu sem varð í efnaverksmiðju í Tarragona á Spáni í kvöld.

Mikill viðbúnaður er vegna sprengingarinnar og elds sem kviknaði í verksmiðjunni eftir sprenginuna þar sem um efnaverksmiðju er að ræða. Hafa íbúar í grennd við verksmiðjuna verið beðnir um að halda sig innandyra og loka gluggum og hurðum á meðan yfirvöld meta aðstæður.

Engar vísbendingar eru þó um að einhvers konar eiturefni berist frá verksmiðjunni eftir sprenginuna að því er fram kemur í frétt Sky News.

Myndbönd sem birtust á samfélagsmiðlum skömmu eftir sprenginuna sýna mikla sprengingu og mikinn eld.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.