Fótbolti

Fylgdu Ragnari er hann snéri aftur til FCK | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rangar gerir sig klárann.
Rangar gerir sig klárann. mynd/fcktv/skjáskot

Ragnar Sigurðsson skrifaði um helgina undir samning við FC Kaupmannahöfn og spilar þar að minnsta kosti fram á sumar.

Ragnar kemur til félagsins frá Rostov en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann leikur með FCK. Hann hafði leikið með liðinu frá 2011 til 2014.

Fyrsta æfing Ragnars var á mánudaginn er leikmenn FCK snéru til baka eftir langþráð jólafrí en þeir höfðu spilað ansi marga leiki fyrir áramót.Þar hitti Ragnar gömul og ný andlit en Ragnar segir að þrír eða fjórir leikmenn séu enn í herbúðum liðsins síðan hann var þar síðast.

Norðmaðurinn Ståle Solbakken var stjóri Ragnars er hann var hjá félaginu síðast og er þar enn.

Sjónvarpsstöð FCK fylgdi Ragnari eftir á fyrsta deginum og útkomuna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.