Fótbolti

Ragnar aftur til FCK: „Þetta er eins og að koma heim“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar lék yfir 100 leiki með FCK á árunum 2011-14.
Ragnar lék yfir 100 leiki með FCK á árunum 2011-14. vísir/getty

Ragnar Sigurðsson hefur samið við FC København fram á sumar.


Ragnar þekkir vel til hjá FCK en hann lék með liðinu á árunum 2011-14. Hann varð einu sinni danskur meistari og einu sinni bikarmeistari með FCK.

Ragnar yfirgaf rússneska úrvalsdeildarliðið Rostov í síðasta mánuði.

„Mér hefur alltaf fundist FCK vera mitt félag,“ er haft eftir Ragnari á heimasíðu FCK.

„Þetta er eins og að koma heim. Ég naut þess að vera hérna og á enn marga vini í Kaupmannahöfn. Mér fannst stuðningsmennirnir alltaf styðja við bakið á mér og ég hlakka til að spila aftur fyrir þá.“

Ragnar, sem verður 34 ára á þessu ári, er næstleikjahæstur í sögu íslenska landsliðsins með 94 landsleiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.