Fótbolti

Ragnar aftur til FCK: „Þetta er eins og að koma heim“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar lék yfir 100 leiki með FCK á árunum 2011-14.
Ragnar lék yfir 100 leiki með FCK á árunum 2011-14. vísir/getty

Ragnar Sigurðsson hefur samið við FC København fram á sumar.Ragnar þekkir vel til hjá FCK en hann lék með liðinu á árunum 2011-14. Hann varð einu sinni danskur meistari og einu sinni bikarmeistari með FCK.Ragnar yfirgaf rússneska úrvalsdeildarliðið Rostov í síðasta mánuði.„Mér hefur alltaf fundist FCK vera mitt félag,“ er haft eftir Ragnari á heimasíðu FCK.„Þetta er eins og að koma heim. Ég naut þess að vera hérna og á enn marga vini í Kaupmannahöfn. Mér fannst stuðningsmennirnir alltaf styðja við bakið á mér og ég hlakka til að spila aftur fyrir þá.“Ragnar, sem verður 34 ára á þessu ári, er næstleikjahæstur í sögu íslenska landsliðsins með 94 landsleiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.