Fótbolti

Ragnar er í guða­tölu hjá stuðnings­mönnum FCK og það sást eftir undir­skriftina í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar eftir undirskriftina í gær.
Ragnar eftir undirskriftina í gær. mynd/heimasíða FCK

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson skrifaði í gær undir samning við FCK fram til sumars.

Ragnar er því að snúa aftur til FCK en hann lék með Kaupmannahafnarliðinu frá 2011 til 2014.Ragnar lék 70 leiki með liðinu áður en hann var seldur í janúarmánuði árið 2014 til Krasnodar í Rússlandi.

Fylkismaðurinn er í rosalega miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins og það sást á samfélagsmiðlum eftir að tilkynnt var um samning hans.

Brot af því sem var rætt um eftir samning Ragnars má sjá hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.