Man. United þrennan betri en Liverpool þrennan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 23:00 Marcus Rashford og Mason Greenwood til vinstri en Mohamed Salah og Sadio Mané til hægri. Samsett/Getty Mikið hefur verið látið með sóknarmenn Liverpool í allri velgengni liðsins að undanförnu en þegar markatölfræðin er skoðuð kemur í ljós að framlínuþrenna Manchester United hefur í raun gert betur en sú hjá Liverpool á þessari leiktíð. Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina en United er eina liðið sem hefur tekið stig af toppliði Liverpool í deildinni á þessari leiktíð. Liverpool hefur fjórtán stiga forskot og er búið að vinna 20 af 21 deildarleik sínum á leiktíðinni. Manchester United er 27 stigum neðar í töflunni með aðeins 9 sigra í 22 leikjum. Manchester United hefur einnig skorað fjórtán mörkum færra en Liverpool liðið en það er varla hægt að kenna ungu strákunum í framlínunni um það. Manchester United's front three has outscored Liverpool's this season #LFC#Liverpool#MUFCpic.twitter.com/qiGeclg3df— LiveScore (@livescore) January 16, 2020 Sóknarmannalína Manchester United, skipuð þeim Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood hefur samtals skilað 39 mörkum fyrir Manchester United í öllum keppnum á þessu tímabili. Mason Greenwood er með 9 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum, Anthony Martial hefur skorað 11 mörk í 22 leikjum og Marcus Rashford er síðan með 19 mörk í 30 leikjum. Sóknartríó Liverpool, skipað þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, hefur alls skilað af sér 30 mörkum í öllum keppnum á þessu tímabili. Roberto Firmino er með 7 mörk í 27 leikjum, Sadio Mané hefur skorað 13 mörk í 27 leikjum og Mohamed Salah er markahæstur þeirra með 14 mörk í 24 leikjum. Við þetta bætist svo markaleysi framlínumanna Liverpool í leikjum sínum á móti erkifjendunum í Manchester United. Mohamed Salah hefur hvorki skorað né lagt upp mark í fjórum deildarleikjum sínum á móti Manchester United. Sadio Mané hefur bara skorað eitt mark í fimm deildarleikjum sínum með Liverpool á móti Manchester United og Roberto Firmino hefur ekki skorað í níu deildarleikjum á móti Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Mikið hefur verið látið með sóknarmenn Liverpool í allri velgengni liðsins að undanförnu en þegar markatölfræðin er skoðuð kemur í ljós að framlínuþrenna Manchester United hefur í raun gert betur en sú hjá Liverpool á þessari leiktíð. Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina en United er eina liðið sem hefur tekið stig af toppliði Liverpool í deildinni á þessari leiktíð. Liverpool hefur fjórtán stiga forskot og er búið að vinna 20 af 21 deildarleik sínum á leiktíðinni. Manchester United er 27 stigum neðar í töflunni með aðeins 9 sigra í 22 leikjum. Manchester United hefur einnig skorað fjórtán mörkum færra en Liverpool liðið en það er varla hægt að kenna ungu strákunum í framlínunni um það. Manchester United's front three has outscored Liverpool's this season #LFC#Liverpool#MUFCpic.twitter.com/qiGeclg3df— LiveScore (@livescore) January 16, 2020 Sóknarmannalína Manchester United, skipuð þeim Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood hefur samtals skilað 39 mörkum fyrir Manchester United í öllum keppnum á þessu tímabili. Mason Greenwood er með 9 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum, Anthony Martial hefur skorað 11 mörk í 22 leikjum og Marcus Rashford er síðan með 19 mörk í 30 leikjum. Sóknartríó Liverpool, skipað þeim Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, hefur alls skilað af sér 30 mörkum í öllum keppnum á þessu tímabili. Roberto Firmino er með 7 mörk í 27 leikjum, Sadio Mané hefur skorað 13 mörk í 27 leikjum og Mohamed Salah er markahæstur þeirra með 14 mörk í 24 leikjum. Við þetta bætist svo markaleysi framlínumanna Liverpool í leikjum sínum á móti erkifjendunum í Manchester United. Mohamed Salah hefur hvorki skorað né lagt upp mark í fjórum deildarleikjum sínum á móti Manchester United. Sadio Mané hefur bara skorað eitt mark í fimm deildarleikjum sínum með Liverpool á móti Manchester United og Roberto Firmino hefur ekki skorað í níu deildarleikjum á móti Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira