Hin látnu kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. janúar 2020 11:45 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. Vísir/Vilhelm Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru á leiðinni til Íslands. Það var vegfarandi sem tilkynnti lögreglunni í gær að hann hefði gengið fram á lík ungrar konu rétt hjá flugvélarflakinu á Sólheimasandi. Nokkru síðar fannst svo lík ungs manns skammt frá en aðeins um 150 metrar voru á milli líkanna. Lögreglan hóf strax rannsókn en grunur leikur á að fólkið hafi orðið úti. Aftakaveður var á svæðinu á mánudag og þriðjudag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi segir rannsókn í fullum gangi. Ekki hafi nein tilkynning borist um að fólksins væri saknað áður en lík þeirra fundust. „Þau fara fram hjá myndavél á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan þrjú á mánudegi. Þau eru tiltölulega nýkomin til landsins og áttu ekki að skila bílaleigubílnum fyrr en í gær. Þannig að það var enginn farinn að sakna þeirra,“ segir Oddur. Líkin fundust skammt frá göngustíg að flugvélarflakinu á sandinum.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Samkvæmt upplýsingum frá kínverska sendiráðinu var konan tvítug en maðurinn 22 ára. Þau voru vinir og bæði búsett í Bretlandi þar sem þau stunduðu nám. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru þær á leið til Íslands. Oddur segir engar upplýsingar liggja fyrir á þessari stundu hvort að þau hafi átt bókaða gistingu einhvers staðar. Hann segir að svo virðist sem að fólkið hafi orðið úti og ofkælst. Krufning þurfi þó að fara fram svo hægt sé að úrskurða um dánarorsök. „Við vitum það að þessar veðurfarsaðstæður sem að skapast þarna á mánudagskvöld og þriðjudag að þær eru lífshættulegar á mjög skömmum tíma,“ segir Oddur. Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru á leiðinni til Íslands. Það var vegfarandi sem tilkynnti lögreglunni í gær að hann hefði gengið fram á lík ungrar konu rétt hjá flugvélarflakinu á Sólheimasandi. Nokkru síðar fannst svo lík ungs manns skammt frá en aðeins um 150 metrar voru á milli líkanna. Lögreglan hóf strax rannsókn en grunur leikur á að fólkið hafi orðið úti. Aftakaveður var á svæðinu á mánudag og þriðjudag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi segir rannsókn í fullum gangi. Ekki hafi nein tilkynning borist um að fólksins væri saknað áður en lík þeirra fundust. „Þau fara fram hjá myndavél á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan þrjú á mánudegi. Þau eru tiltölulega nýkomin til landsins og áttu ekki að skila bílaleigubílnum fyrr en í gær. Þannig að það var enginn farinn að sakna þeirra,“ segir Oddur. Líkin fundust skammt frá göngustíg að flugvélarflakinu á sandinum.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Samkvæmt upplýsingum frá kínverska sendiráðinu var konan tvítug en maðurinn 22 ára. Þau voru vinir og bæði búsett í Bretlandi þar sem þau stunduðu nám. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru þær á leið til Íslands. Oddur segir engar upplýsingar liggja fyrir á þessari stundu hvort að þau hafi átt bókaða gistingu einhvers staðar. Hann segir að svo virðist sem að fólkið hafi orðið úti og ofkælst. Krufning þurfi þó að fara fram svo hægt sé að úrskurða um dánarorsök. „Við vitum það að þessar veðurfarsaðstæður sem að skapast þarna á mánudagskvöld og þriðjudag að þær eru lífshættulegar á mjög skömmum tíma,“ segir Oddur.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19
150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01