Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2020 15:47 Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, taldi að orð sín, sem voru nær samhljóða ræðu Göbbels, hefðu verið fullkomið. AP/Eraldo Peres Menningarmálaráðherra Brasilíu sætir nú harðri gagnrýni eftir að hann notaði hluta úr ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ráðuneytis hans. Undir myndbandinu hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskálds Adolfs Hitler. Myndbandið fjallað um ný verðlaun sem Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, sagði að ættu að vera fyrir „hetjulega“ og „þjóðlega“ list. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað sakað brasilíska listamenn og menningarfrömuði um að framleiða kvikmyndir og skólabækur með „vinstri slagsíðu“. Hluti af því sem Alvim segir í myndbandinu kemur orðrétt úr ræðu Göbbels sem er rakin í ævisögu nasistaleiðtogans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Alvim að brasilísk list næsta áratugarins yrði „tengd brýnum vonum þjóðarinnar djúpum böndum, ella yrði hún ekkert“. Alvim brást við gagnrýninni með því að segja að líkindin við ræðu Göbbels hafi verið „orðræðuleg tilviljun“ og að ekkert hafi verið að orðum hans. Hann tjáði sig ekki um tónlistina undir myndbandinu. „Öll ræðan byggðist á þjóðernislegri hugsjón fyrir brasilískar listir og það var tilviljun með EINA setningu úr ræðu Göbbels. Ég vitnaði ekki í hann og ég myndi ALDREI gera það. En setningin sjálf er fullkomin,“ skrifaði Alvim á Facebook-síðu sína. Samtök brasilískra gyðinga voru á meðal þeirra sem fordæmdu að menningarmálaráðherrann líkti eftir Göbbels í ræðu. Það væri ógnvekjandi sýn á menningu í landinu sem berjast þyrfti gegn og halda í skefjum. „Brasilía, sem endi hugrakka hermenn til að berjast við nasismann á evrópskri fold, á þetta ekki skilið,“ segja samtökin. #PrêmioNacionaldasArtes | Marco histórico nas artes e na cultura brasileira! Com investimento de mais de R$ 20 milhões, o Prêmio Nacional das Artes vai apoiar projetos de sete categorias em todas as regiões do Brasil. Dê o play e confira! pic.twitter.com/dbbW4xuKpM— Secretaria Especial da Cultura (@CulturaGovBr) January 16, 2020 Brasilía Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Menningarmálaráðherra Brasilíu sætir nú harðri gagnrýni eftir að hann notaði hluta úr ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ráðuneytis hans. Undir myndbandinu hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskálds Adolfs Hitler. Myndbandið fjallað um ný verðlaun sem Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, sagði að ættu að vera fyrir „hetjulega“ og „þjóðlega“ list. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað sakað brasilíska listamenn og menningarfrömuði um að framleiða kvikmyndir og skólabækur með „vinstri slagsíðu“. Hluti af því sem Alvim segir í myndbandinu kemur orðrétt úr ræðu Göbbels sem er rakin í ævisögu nasistaleiðtogans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Alvim að brasilísk list næsta áratugarins yrði „tengd brýnum vonum þjóðarinnar djúpum böndum, ella yrði hún ekkert“. Alvim brást við gagnrýninni með því að segja að líkindin við ræðu Göbbels hafi verið „orðræðuleg tilviljun“ og að ekkert hafi verið að orðum hans. Hann tjáði sig ekki um tónlistina undir myndbandinu. „Öll ræðan byggðist á þjóðernislegri hugsjón fyrir brasilískar listir og það var tilviljun með EINA setningu úr ræðu Göbbels. Ég vitnaði ekki í hann og ég myndi ALDREI gera það. En setningin sjálf er fullkomin,“ skrifaði Alvim á Facebook-síðu sína. Samtök brasilískra gyðinga voru á meðal þeirra sem fordæmdu að menningarmálaráðherrann líkti eftir Göbbels í ræðu. Það væri ógnvekjandi sýn á menningu í landinu sem berjast þyrfti gegn og halda í skefjum. „Brasilía, sem endi hugrakka hermenn til að berjast við nasismann á evrópskri fold, á þetta ekki skilið,“ segja samtökin. #PrêmioNacionaldasArtes | Marco histórico nas artes e na cultura brasileira! Com investimento de mais de R$ 20 milhões, o Prêmio Nacional das Artes vai apoiar projetos de sete categorias em todas as regiões do Brasil. Dê o play e confira! pic.twitter.com/dbbW4xuKpM— Secretaria Especial da Cultura (@CulturaGovBr) January 16, 2020
Brasilía Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira