Enski boltinn

Shearer ærðist af fögnuði þegar Newcastle skoraði sigurmarkið | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shearer í kunnuglegri stöðu.
Shearer í kunnuglegri stöðu. vísir/getty

Alan Shearer fagnaði eins og óður maður þegar Isaac Hayden skoraði sigurmark Newcastle United gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hayden skoraði eina mark leiksins þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Gary Lineker, félagi Shearers í Match of the Day á BBC, birti myndband af viðbrögðum Shearers við markinu á Twitter. Það má sjá hér fyrir neðan.Shearer er markahæsti leikmaður í sögu Newcastle og í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.

Hann var dýrasti leikmaður í heimi þegar Newcastle keypti hann frá Blackburn Rovers á 15 milljónir punda sumarið 1996. Shearer lék með Newcastle í tíu ár og skoraði alls 206 mörk fyrir félagið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.